Kristrún Mjöll vill skattleggja arðinn af fiskveiðiauðlindinni

Kristrún Mjöll Frostadóttir

Það er mjög mikilvægt að arðurinn fæst af fiskveiðiauðlindinni fari ekki á fáar kennitölur og komið verði í veg fyrir óeðlilega auðssöfnun og það væri hægt með því að skattleggja arðgreiðslur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristrúnar Mjallar Frostadóttur hagfræðings sem skipar fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík í næstu kosningum, í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Kristrún segir að með þessu móti væri tryggt að þjóðin fengi meira í sinn hlut af sjávarútvegsauðlindinni. Hún segir að horfa þurfi á heildarmyndina og þá jafnframt horfa helst til þess fjár sem greitt er út úr greininni. Hún bendir á að séu veiðigjöld hækkuð sé hætt við að það verði látið bitna á því fólki sem starfar á gólfinu í greininni og því sé mun betri leið að ná hluta af því fé sem fyrirtæki greiði í arð.

Hún segir að með þessu sé dregið úr þeim öfgum sem sést hafa í auðssöfnun á fárra manna hendur og að meiri sátt myndi ríkja ef þessi leið yrði farin

ég er alveg hlynnt atvinnufrelsi og því að menn geti eignast einhvern pening en við erum lítið samfélag og það er mjög lítið þol gagnvart þessum öfgum sem við höfum séð í þessum efnum„.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila