Eina vissan í Covid ástandinu er óvissan og það eru til leiðir til þess að takast á við hana

Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðstöðvarinnar.

Það eina sem víst er að það ríkir óvissa á meðan Covid ástandið ríkir en það þýðir ekki að fólk eigi endilega að gera ekkert á meðan ástandið varir, þvert á móti á fólk að reyna að hafa eitthvað fyrir stafni svo það staðni ekki. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingridar Kuhlman framkvæmdastjóra Þekkingarmiðlunar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Ingrid segir að ekki megi gleyma því að í óvissuástandi felist líka ákveðin tækifæri, fólk þurfi bara að opna hug sinn og taka eftir þeim tækifærum. Hún nefnir sem dæmi að sumir þeir sem misst hafa starf sitt vegna faraldursins hafa kannski fyrir margt löngu ákveðið að skipta um starf en hafi ekki látið verða af því

þarna getur þá viðkomandi nýtt tækifærið og hugsað málin upp á nýtt og fundið sér nýjan starfsvettvang„.

Þá segir Ingrid að fólki hætti til að láta bara berast með straumnum en leiti ekki sjálft að þeim tækifærum sem það sjálft myndi vilja fá

það á hiklaust að taka stjórnina sjálft því það getur haft mikil áhrif sjálft á hvaða tækifæri bjóðast því, það er ekki endilega gott að láta sig bara reka með straumnum„.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila