Einar Brynjólfsson efstur í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi

Einar Brynjólfsson

Einar Brynjólfsson verður oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum til Alþingis. Þetta er niðurstaða prófkjörs Pírata í Norðausturkjördæmi. Einar hefur setið áður á þingi fyrir flokkinn en það var frá árinu 2016-2017. Hann var jafnframt formaður þingflokks Pírata árið 2017.

Þá hefur niðurstaða prófkjörs Pírata í Norðvesturkjördæmi verið kynnt og var það Magnús Davíð Norðdahl sem endaði í fyrsta sætinu.

Kosningin var rafræn og greiddu rúmlega 280 manns atkvæði í því fyrrnefnda, þar sem sjö voru í framboði, og 400 í norðvesturkjördæmi þar sem sex frambjóðendur sóttust eftir efstu sætunum.

Niðustaðan í prófkjörunum var eftirfarandi:

Norðaustur

1. Einar Brynjólfsson

2. Hrafndís Bára Einarsdóttir

3. Hans Jónsson

4. Rúnar Gunnarson

5. Katla Hólm Vilbergs- og Þórhildardóttir

6. Skúli Björnsson

7. Gunnar Ómarsson

Norðvestur

1. Magnús Davíð Norðdahl

2. Gunnar Ingiberg Guðmundsson

3. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir

4. Pétur Óli Þorvaldsson

5. Sigríður Elsa Álfhildardóttir

6. Ragnheiður Steina Ólafsdóttir

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila