35,7% þingmanna telja sig hafa orðið fyrir einelti í starfi eða í tengslum við starf sitt

Einelti er mikill skaðvaldur í samfélaginu eins og kunnugt er og finna má einelti í öllum þrepum samfélagsins. Þingið er engin undantekning þar á en ný könnun sem gerð var á starfsumhverfi þingmanna leiðir í ljós að 35,7% þingmanna telja sig hafa orðið fyrir einelti í starfi eða tengslum við starf sitt í einhverri mynd.

Könnunin var gerð í janúar og febrúar sl. og var markmið hennar að safna gögnum um einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni meðal þingmanna, starfsfólks þingflokka og starfsfólks skrifstofu Alþingis og greina þau. Spurningalisti könnunarinnar var sendur á allt þýðið. Af 206 manns svöruðu 153 og því var svarhlutfallið 74,3%.

Líkt og á öðrum opinberum vinnustöðum á Íslandi eru skýr viðmið um samskiptahætti á Alþingi, hvort tveggja í siðareglum fyrir alþingismenn og í áætlun skrifstofu Alþingis um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Erfið samskipti, einelti, kynferðisleg og kynbundin áreitni mældist þó í þessari könnun fremur meðal þingmanna en starfsfólks skrifstofu Alþingis.

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir að rétt sé að nýta könnunina í þeim tilgangi að bæta úr

Ég tel afar mikilvægt að þessi könnun hafi verið gerð sem liður í aðgerðum, í ferli, til að takast á við og laga það sem betur má fara. Við hljótum að taka niðurstöðurnar alvarlega, sláandi sem þær eru, fylgja þeim eftir og halda vinnunni áfram,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.

Lesa má niðurstöðuna með því að smella hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila