Sonur Ingibjargar tók eigið líf eftir gróft einelti

Ingibjörg Helga Baldursdóttir kennari

Ingibjörg Helga Baldursdóttir kennari sem missti 21 árs son sinn Lárus Stefán fyrir 11 árum eftir að hann tók eigið líf eftir að hafa orðið fyrir mjög grófu einelti í grunnskóla í Hafnarfirði segir að skólayfirvöld hafi afneitað eineltinu og sagt allt vera með felldu, raunveruleikinn var þó allt annar og átti eftir að reynast syni hennar og fjölskyldu hans afdrifaríkur.

Ingibjörg sem sagði sögu sonar síns í síðdegisútvarpinu í dag þar sem hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur lýsti í þættinum eineltinu sem sonur hennar varð fyrir

hann fékk einfaldlega hvergi frið, það var gert grín af því að hann talaði norðlensku og eineltið gekk svo langt að það var meira segja brotist inn á klósettið í skólanum þegar hann var þar inni, svona gekk þetta og hann þróaði með sér þunglyndi

Svo kom að því að Lárus hafði fengið nóg, nóg af því einelti sem hann þurfti að þola

ég var í sumarbústað þegar pabbi hans hringir í mig og segir mér að Lárus sé dáinn, ég bara hváði og pabbi hans sagði mér aftur að hann væri dáinn, ég hváði aftur og vildi bara ekki trúa þessu, ég bara hrundi niður og skalf„,segir Ingibjörg.

Hún er ekki í nokkrum vafa að að hægt sé að koma í veg fyrir ofbeldi eins og sonur hennar varð fyrir

en þarna brugðust skólayfirvöld algjörlega„.

Hlusta má á viðtalið við Ingibjörgu hér fyrir neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila