Einn yngsti svifflugmaður landsins stefnir á atvinnuflumennsku

Einar Dagbjartssn flugmaður og Sveinbjörn Darri Matthíasson svifflugmaður ásamt Má Gunnarssyni

Sveinbjörn Darri Matthíasson er einunis 14 ára gamall og er einn sá yngsti sem hefur fengið réttindi til þess að fljúga svifflugu. Sveinbjörn sem var gestur Más Gunnarssonar í þættinum Unga fólkið í dag ræddi þar meðal annars um flugnámið og segir Sveinbjörn að hann hyggi á frekara nám í flugi þegar hann hefur aldur til.

Hann segist hafa haft áhuga á flugi frá því hann var ungur drengur og hafi fengið sérstaka undanþágu til þess að fá flugréttindi svona ungur. Áhugann á flugi hefur Sveinbjörn ekki langt að sækja því faðir hans er flugmaður. Aðspurður um hvað foreldrum hans finnist um að hann fljúgi svifflugu einungis 14 ára segir Sveinbjörn að móðir hans sé að vonum svolítið smeyk um hann en að faðir hans sé öllu rólegri yfir þessu óvenjulega áhugamáli enda sjálfur flugmaður.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila