Einræðisklerkar Íran taka sæti við hlið kínverskra ófrjósemisböðla í kvenréttindaráði SÞ til að kenna heiminum, hvernig meðhöndla eigi konur

Konur eru grýttar til dauða án dóms og laga í Íran. Stúlkubörn undir 9 ára aldri eru neydd í hjónabönd með frændum og feðrum. Fulltrúi þessarrar menningar er nú í forsvari fyrir jafnréttisbaráttu kvenna í heiminum í boði Sameinuðu þjóðanna.

Núna hefur kvenréttindakonum og körlum borist óvæntur stuðningur í kvennréttindamálum heimsins eða hitt þó heldur, því nýlega var Íran valið í kvenréttindaráð Sameinuðu þjóðanna til að sýna heiminum hvernig fara á með réttindamál kvenna. Munu írönsku klerkarnir passa vel við hlið kínverskra ófrjósemisböðla Xi Jinpings og Sádi Araba í hinu sameiginlegu átaksverkefni „Kynslóð jafnréttis.”

Utanríkisráðherra Íslands kallar eftir alþjóðlegu samtali með vinum sínum í kvennréttindamálum

Fyrir „Kynslóð jafnréttis” hefur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands „kallað eftir alþjóðlegu samtali um aðgerðir í jafnréttismálum.” Ef til vill heldur utanríkisráðuneytið fagnaðarhátíð með þessum óvænta liðsauka og sterka hagaðila til að „efla forvarnaraðgerðir til þess að útrýma kynbundnu ofbeldi og standa vörð um framfarir á sviði jafnréttismála” eins og segir svo fallega á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Það er mat íslenska utanríkisráðherrans að „Við höfum hér einstakt tækifæri til að sameina krafta okkar með fjölbreyttum hópi hagaðila.”

Jerusalem Post segir, að s.l. mánudag hafi Íran verið kosið í Commission on the Status of Women eða jafnréttisráð kvenna hjá Sameinuðu þjóðunum til fjögurra ára með löndum eins og Kína, Japan, Líbanon og Pakistan. Nefnd SÞ um stöðu kvenna lýsir sér með eigin orðum sem „alþjóðlegum baráttuvettvangi fyrir jafnréttindi kynjanna.”

Núna eiga konur jarðar að anda léttar því einræðisklerkur og Ajatolla Íran Ali Khamenei hefur sent sérstakan sendiboða til að „veita aðstoð í kvenréttindamálum Sameinuðu Þjóðanna.”

Konur eru grýttar til dauða, stúlkubörn undir 9 ára aldri neyddar til að giftast feðrum sínum og samkynhneigðir hengdir í snörum kranabíla

Að sögn Eftirlits með Mannréttindum (Human Rights Watch HRW) þá eru réttindi kvenna mjög takmörkuð í Íran. Standa konur stöðugt frammi fyrir „alvarlegum mismun“ margvíslegra mála eins og hjónabanda, hjónaskilnaða og forsjá barna. Konur sem mæla fyrir kvenréttindum eru dæmdar í fangelsi.

Amnesty International segir, að írönsk yfirvöld telji það ekki sakhæft að stundað sé heimilisofbeldi og konum misþyrmt eða nauðgað í hjónabandi, að kornungar stúlkur eru neyddar til að ganga í nauðungarhjónabönd sem allt eru brot í hinum vestræna heimi en ekki í Íran. Þessir glæpir sem og annað kynbundið ofbeldi gegn konum er útbreitt í Íran að sögn Amnesty International.

Eins og að gera brennuvarginn að slökkviliðsstjóra bæjarins

Yfirvöld gera engar ráðstafanir gegn körlum sem drepa konur sínar eða dætur og er lögaldur hjónabands miðaður við 13 ára aldur. Karlmenn geti engu að síður fengið undanþágu til að giftast dætrum sínum og barnabörnum fyrr, að sögn Amnesty International.

„Að kjósa Íslamska lýðveldið Íran til að vernda réttindi kvenna er eins og að gera brennuvarginn að slökkviliðsstjóra bæjarins“

segir Hillel Neuer, framkvæmdastjóri UN Watch.

„Það er fráleitt – og siðferðislega ámælisvert.“

Að sögn Netavisen neitar norska utanríkisráðuneytið að gefa upp hvort Noregur kaus Íran í kvenréttindaráðið og vísar til leynilegra kosninga hjá SÞ. Christian Tybring-Gjedde hjá Framfaraflokknum segir að málið sé „algjört brjálæði.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila