Einstaklingar geta sótt um sanngirnisbætur hafi þeir orðið fyrir varanlegum skaða vegna illrar meðferðar á stofnunum hins opinbera

Einstaklingar sem telja sig hafa orðið fyrir varanlegum skaða vegna vanrækslu, illri meðferð eða ofbeldis geta sótt um sanngirnisbætur hafi þeir verið á stofnunum fyrir fötluð börn fyrir tímabilið 1.febrúar árið 1993.

Í tilkynningu frá Dómsmálaráðuneytinu segir að sanngirnisbætur séu greiddar til þeirra sem urðu fyrir varanlegum líkamlegum, sálrænum eða félagslegum skaða vegna illrar meðferðar meðan á vistun þeirra stóð. Ill meðferð geti verið til dæmis ofbeldi og vanræksla og falist í athöfnum eða athafnaleysi starfsmanna og eftir atvikum annarra opinberra aðila.

Þannig geta einstaklingar sem telja sig eiga rétt til bóta á grundvelli laganna hafa frest til og með 31. janúar 2022 til að sækja um sanngirnisbætur. Krafist er sanngirnisbóta með því að fylla út umsóknareyðublað sem er aðgengilegt á island.is/sanngirnisbaetur. Umsóknareyðublaðið þarf að senda til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, Gránugötu 6, 580 Siglufirði en því má jafnframt skila til tengiliðar verkefnisins.

Fram kemur að það er síðan sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra sem fer yfir umsóknir og metur hverjum skuli greiða sanngirnisbætur. Við matið er m.a. skoðað á hvaða stofnun umsækjandi var vistaður og hversu lengi. Telji sýslumaður umsækjanda eiga rétt á bótum, gengur hann frá sáttatilboði og sendir það til umsækjanda. Frestur umsækjanda til að svara sáttaboði er 30 dagar frá móttöku þess.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila