Einvígið: Tókust á um stjórnmálaáherslurnar

Gunnar Smári Egilsson og Brynjar Níelsson

Í þættinum Einvíginu í dag mættust heldur betur stálin stinn þegar þeir Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands og Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um mjög ólíka sýn þeirra á stjórnmálin en þeir voru gestir Péturs Gunnlaugssonar.

Byrjuðu þeir félagar að takast á um sjávarútvegsmálin og sagði Gunnar að almenningur vilji það fyrirkomulag sem nú gildi um fiskveiðiauðlindina burt. Brynjar sagði að það kerfi sem nú væri við lýði væri reyndar ekki fullkomið en að ekki hefðu komið upp neinar hugmyndir um hvað ætti að koma í stað þess kerfið ef það yrði aflagt.

Þá ræddu þeir Gunnar og Brynjar um skattkerfið og segir Gunnar að hann vilji að hinir ríku verði skattlagðir, Brynjar vil hins vegar fara aðrar leiðir og er í meginatriðum ósammála Gunnari. Brynjar bendir á að á Íslandi sé allt skattlagt upp í topp, það muni aðeins íþyngja fyrirtækjum að koma með frekari skattlagninu, í grunninn snúist þetta frekar um framleiðni og sölu á vörum til erlendra þjóða, þannig megi byggja undir tekjur fólks.

Einnig voru fleiri mál rædd og má hlusta á hinar geysifjörugu umræður í þættinum í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila