Eistland varar Vesturlönd við „heimi í þöggun undir alræðishæl stjórnarinnar í Peking”

Í nýrri skýrslu leyniþjónustu Eistlands er dregin upp sterk mynd af tilburðum Kína til að þagga niður alla gagnrýni gegn Kína og ráða yfir mikilvægri tækni í Eistlandi og öðrum lýðræðisríkjum. Viðvörunarbjöllurnar hringja í Eistlandi í dag vegna Kína eins og þær gerðu áður vegna Ráðstjórnarríkjanna. Skýrslan kemur viku eftir að Eistland og fimm önnur lönd lítillækkuðu Peking með því að senda embættismenn af lægri gráðu en forseta og forsætisráðherra á leiðtogafundinn 17+1 sem kínverskir embættismenn höfðu boðað til. Xi Jinping aðalritari kommúnistaflokksins var í forystu ráðstefnunnar og auk Eistlands tóku Lettland, Litháen, Rúmenía, Slóvenía og Búlgaría í aðgerðinni til að sýna andúð á stefnu Kommúnistaflokks Kína.

Markmiðið að skapa sundrungu milli Bandaríkjanna og Evrópu

Í skýrslunni segir að ráðamenn í Kína geri sér grein fyrir því að þeir fá ekki ráðið við sameinuð Vesturlönd og þeirri óyfirstíganlegu hindrun verði að ryðja úr vegi með öllum ráðum. Skýrslan varar Vesturlönd við sundrungarhættunni sem kínverskir kommúnistar beita sér fyrir á Vesturlöndum:

„Að innleiða utanríkisstefnu Kína eða taka þátt í sköpun „samfélags sameiginlegra örlaga” mun leiða til heims í þöggun sem er stjórnað frá Peking. Frammi fyrir vaxandi átökum við Vesturlönd er meginmarkmið Kína að skapa sundrungu milli Bandaríkjanna og Evrópu.”

Framsíða skýrslunnar frá Eistlandi

Stefna Kommúnistaflokks Kína er að Kína verði ráðandi heimsveldi 2035. Xi Jinping hefur sterkt stöðu sína sem alræðisherra innan sem utan flokksins með tilheyrandi persónudýrkun og heilaþvotti. Hugtakið „samfélag sameiginlegra örlaga” var fyrst kynnt á þjóðþingi Kommúnistaflokks Kína 2012 og hefur síðan verið notað af hátt settum kínverskum stjórnmálamönnum og sendirekum þeirra. „Sameiginleg örlög” er sú stefna sem kommúnistar nota til að véla stjórnmálamenn Vesturlanda til að ganga að samningaborðinu, þar sem kommúnistarnir ná tangarhöldum á þróun sem er þeim og Kína í hag fyrir heimsyfirráð Kína. Lýsir skýrslan hvernig kommúnistar byggi sellur í erlendum ríkjum með kínverskum þegnum til að breiða út hugmyndafræði sína og ná tökum á fólki.

Skýrslan tekur einnig fyrir í sérstökum kafla, hvernig markmið Kommúnistaflokksins um að Kína verði heimsleiðandi í allri tækni í heiminum, ógni verulega öryggi Vesturlanda.

Kommúnistaflokkur Kína lýgur allan tímann að eigin landsmönnum

Erlendu fjölmiðlafólki, sem boðið er til Kína og þáttöku í fjölmiðlum þar, eru flestir þekktir fyrir stuðning við kínversk yfirvöld. Í Kína er ekkert sent í sjónvarpinu nema að hafa verið samþykkt fyrirfram af „laoshi” eða kennara. Enga alvöru gagnrýni má setja fram gegn Kína og sá áróður hafður uppi að „ekki er hægt að sniðganga Kína; við verðum einfaldlega að aðlaga okkur að nýjum alþjóðlegum veruleika.”

Kína heldur uppi öflugum heilaþvotti á eigin landsmönnum með fölskum fréttum af alþjóðavettvangi eins og myndadæmin sýna.

Á myndunum að ofan hefur neðri myndinni verið breytt og notuð til að telja Kínverjum trú um að fólk á Vesturlöndum líti upp til Kína og kommúnismans sem bjargvættar síns.
Annað dæmi um falsfréttaveitu kínverskra kommúnista. Neðri myndin fyrir breytingu og þeirri efri dreift um allt í Kína til að sýna ákall fólks á Vesturlöndum til Kína um að koma og bjarga sér. Verður örugglega notað ef Kína lætur herinn þramma Belti og Braut.

Mörg ríki tjá óhug sinn til heimsyfirráðastefnu kínverska kommúnismans

Holland, Finnland og Kanada hafa öll nýlega andmælt yfirráðastefnu Kína. Segir m.a. í skýrslu leyniþjónustu Hollands að „njósnir Kínverja sé yfirvofandi hætta” og nýlega sagði Antti Pelttari formaður finnsku leyniþjónustuannar að „alræðisríki reynir að komast inn og ná tökum á viðkvæmum tölvusamskiptum í Finnlandi.” Telur Pelttari að banna eigi Huawei að byggja 5G fjarskiptanet í Finnlandi. David Vigneault formaður kanadísku leyniþjónustunnar sagði einnig nýlega að „Kína beiti öllum leiðum sem ríki til að ná heimsyfirráðamarkmiðum sínum, sem ógna beint þjóðlegu öryggi okkar og fullveldi.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila