Ekkert eftirlit með starfsemi spilakassa – Glæpastarfsemi fylgifiskur spilafíknar

Alma Hafsteinsdóttir

Ólögleg okurlánastarfsemi önnur ólögleg starfsemi vill oft vera fylgifiskur spilafíknar og oft nýta óprúttnir aðilar sér með ýmsum hætti stöðu þeirra sem glíma við spilafíkn. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ölmu Hafsteinsdóttur fíkni og fjölskylduráðgjafa í þættinum Heilsan heim í dag en hún var gestur Sigrúnar Kjartansdóttur.

Hún segir að þegar hún hafi farið að skoða þau lög og reglur sem fara eigi eftir þegar kemur að slíkri starfsemi hafi fljótt komið í ljós að lögum er ekki fylgt

það er til dæmis alls ekkert eftirlit með þessari starfsemi, svo eru rekstraraðilarnnir sífellt að færa út kvíarnar, hækka þær upphæðir sem hægt er að spila fyrir hverju sinni og svo framvegis„.

En hvernig virka spilakassar á hug þeirra sem spila?

eins undarlegt og það kann að hljóma þá upplifir sá sem er að tapa peningum í kassan að hann sé í raun að vinna, þetta verður ein alls herjar blekking fyrir heilann, við þurfum að hvetja þá rekstraraðila sem oftar en ekki eru félaga og líknarsamtök að taka undir það með okkur sem berjumst gegn þessum kössum að þetta sé siðlaust og láta af þessari starfsemi, þannig myndu þeir raunverulega sýna samfélagslega ábyrgð „.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila