Ekkert hlé á skotárásum í Svíþjóð – þrjár árásir í Helsingborg á fjórum dögum

Skotið var á fleiri íbúðir í fjölbýlishúsi í Helsingborg snemma í morgun, miðvikudag. Þetta er þriðja skotárásin í Helsingborg síðan á sunnudag. Í gær var 40 ára gamall maður drepinn í einni árásinni.

Expressen segir frá. Ein kona sem sagði við Expressen: „Ég fór á fætur um hálf fimm í morgun og sex mínútum síðar heyrði ég skothríðina. Ég varð ofsahrædd og þetta var eins og í draumi. Það gerðist svo mikið á sama tíma, ég gat ekki reiknað skotin – bara skalf og líkaminn hristist.“

Skotið var mörgum skotum á íbúðir í fjölbýlishúsi og eins og í kraftaverki særðist enginn. Þetta er þriðja skotárásin síðan á sunnudagskvöld. Þriðjudagsmorgun var einn maður drepinn. Skv. upplýsingum HD, sat hinn drepni í bíl, þegar morðinginn kom að á rafhjóli og skaut fimm skotum í hann.

Vilja flytja í burtu

Eins og á öðrum árásarstöðum vilja íbúarnir flytja í burtu. En slíkt er mikið rask, tekur tíma og kostar peninga. Spurningin sem margir víðs vegar í Svíþjóð spyrja sig: „Hvert get ég flúið?“

Einn íbúi frá Sýrlandi segir:

„Þetta er hryllilegt, ég myndi vilja flytja burtu héðan en hef ekki efni á því. Ég heyrði ekki skotin. En ég er frá Sýrlandi og svona hefur mér ekki liðið síðan þá.“

Mohammed Abdulrazek er annar íbúi sem segir:

„Þetta er viðbjóðslegt en samt er maður að venjast því hversu oft þetta gerist. Maður fréttir allan tíman um eitthvað nýtt – það gerist eitthvað á hverjum degi.“

20 ára stúlka er mest innan dyra:

„Ég þori ekki að fara út á kvöldin lengur. Það er hópur manna hérna á svæðinu sem ég kannast ekkert við. Lögreglan kemur oft hingað og það er gott en þeir mættu ganga meira um svæðið og ekki bara vera í bílunum.“

Lögreglan telur að um uppgjör glæpahópa sé að ræða. Blöðin segja sömu klisjuna og er sögð eftir allar árásir og enginn hlustar á lengur: „Lögreglan hefur rannsakað aðstæður og rannsókn er innleidd. Enginn hefur enn verið handtekinn.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila