Ekkert lát á skotárásum í Svíþjóð – tveir drepnir í gær – unglingspiltur í Eskilstuna och maður í Nyköping

Fréttaritari útvarps Sögu í Svíþjóð er fyrir löngu hættur að geta gert lesendum heimasíðunnar eða hlustendum Sögu grein fyrir öllum þeim ofbeldisverkum sem vikulega eru framin í Svíþjóð – skotárásum, sprengjuárásum, morðum, líkamsárásum, nauðgunum, ránum o.s.frv. Það sem hér birtist er bara brot af daglegum og leiðinlegum fréttum frá fyrrum draumalandi Línu Langsokks og Emils í Kattholti. Inn á milli koma skýrslur með heilstæðari samantekt.

Fjölmiðlalandslagið í Svíþjóð minnir á hillingar í eyðimörk glæpamennskunnar þar sem ódæðin leysa hvert annað af hólmi og ofbeldið vinnur sér svið sem endalausar sandfyllingar. Fjömiðlar eru uppfullir af glæpafréttum, umræðum um glæpamál og dóma og stjórnmálaumræðu um markmið flokka og lagabreytingar á þingi. Um leið og eitthvað jákvætt kemur fram virðist margt af því vera orðin tóm þegar í er gripið. Allt gengur svo hægt og á meðan vex glæpahópum fiskur um hrygg.

Í gærkveldi voru tveir drepnir með byssukúlum, einn unglingspiltur í Eskilstuna og maður í NyKöping. Báðar borgirnar tilheyra Sörmland og lögreglan hefur sett upp s.k. „sérstakan viðburð“ til þess að geta aukið mannafla í borgunum á meðan málin eru rannsökuð. Ekki var í dag búið að handtaka neinn hvorki í Eskilstuna né Nyköping.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila