„Ekkert ofbeldi, engin lögbrot og alls engar skemmdir!“ – Trump hvetur til stillingar vegna innsetningarathafnar Joe Biden í embætti forseta Bandaríkjanna 20. janúar

Í ræðu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt 13. janúar og sjá má á myndbandi hér að neðan, þá beinir forsetinn sérstökum orðum til stuðningsmanna sinna að gæta stillingar við innsetningarathöfn Joe Biden í Washington á miðvikudaginn kemur.

„Undanfarið ár sem verið hefur okkur erfitt vegna COVID-19, þá höfum við vitnað að ofbeldi vegna stjórnmálaafstöðu hefur farið úr böndunum. Við höfum orðið vitni að allt of mörgum uppþotum, of miklum skrílslátum og of mörgum aðgerðum hótana og eyðileggingar. Þetta verður að stöðva.“

„Hvort svo sem þú ert til hægri eða vinstri, Demókrati eða Repúblikani, þá verður aldrei hægt að réttlæta ofbeldi. Engar afsakanir, engar undantekningar. Bandaríkin eru þjóð laga. Þeir sem tóku þátt í árásinni í síðustu viku munu verða sóttir til saka.“

„Ég bið núna alla sem einhverju sinni hafa trúað á málstað okkar að íhuga á hvern hátt er að minnka spennuna, draga úr geðshræringum og leggja sig fram um að skapa frið í landi okkar. Sagt hefur verið frá að fleiri mótmæli séu skipulögð næstu daga bæði hér í Washington og út um landið.“

„Leyniþjónustan hefur tjáð mér að raunveruleg hætta geti verið á ferðum. Allir Bandaríkjamenn eiga rétt á því að rödd þeirra heyrist á virðangarverðan og friðsamlegan hátt. Það er stjórnarskrárbundinn réttur. En ég verð að leggja áherslu á að engu ofbeldi verði beitt, engin lögbrot eða skemmdarverk framin.“

Forsetinn var tekinn yfir árásinni á Þinghúsið 6. janúar þegar umræður og talning atkvæða kjörmanna fylkjanna vegna forsetakosninganna fór þar fram. Sagði hann árásina á hjarta lýðveldisins hafa reitt milljónir Bandaríkjamanna til reiði óháð stjórnmálaskoðunum.

„Ég vil vera algjörlega skýr, ég fordæmi afdráttarlaust ofbeldið sem við sáum í fyrri viku. Ofbeldi og skemmdarverk eigan nákvæmlega engan stað í landi voru og engan stað í hreyfingu okkar. Að gera Bandaríkin mikil aftur hefur ætíð fjallað um að verja lögin, að styðja við bakið á þeim mönnum og konum sem starfa við að halda uppi lögunum og varðveita þýðingarmestu hefðir og gildi okkar. Skrílslæti ganga þvert á allt sem ég trúi á og allt það sem hreyfing okkar stendur fyrir.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila