Ekkert því til fyrirstöðu að Íslensk stjórnvöld óski eftir bóluefni frá Rússum

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra

Það er ekkert því til fyrirstöðu að óska eftir bólefni frá Rússum en það þarf að fara varlega í allar yfirlýsingar hvað slíkt varðar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðlaugur segir að refsiaðgerðir og viðskiptabönn myndu ekki hafa nein áhrif á að fá bóluefni myndi ísland óska eftir bólefninu Spútnik-5.

Í síðustu viku lagði Haukur Hauksson fréttamaður Útvarps Sögu í Moskvu fram fyrirspurn þar sem Rússnesk yfirvöld voru innt eftir sinni afstöðu hvað varðar framleiðslu að bóluefni fyrir Ísland , en skemmst er frá því að segja að Rússar sögðust vel geta framleitt bóluefni fyrir Ísland en stjórnvöld þurfi þó að eiga algjört frumkvæði að óska eftir því við Rússa.

Guðlaugur sagði í þættinum í dag að það væri hans skoðun að stjórnvöld eigi að vera með allar klær úti þegar kemur að kaupum á bóluefni, sama hvaðan þau komi “ en maður verður að tala varlega um þessa hluti því það fara alls konar sögusagnir af stað hvað kaup á bóluefnum varðar og því tala ég mjög varlega um þetta, en það er ekkert sem stöðvar kaup á þessu bóluefni“ segir Guðlaugur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila