Ekki allir sem upplifa sig jafna fyrir lögum gagnvart stjórnsýslunni

Stjórnsýslan á Íslandi er oft flókin og einstaklingar sem þurfa að leita sér þjónustu hjá henni eða eru með mál í gangi í kerfinu upplifir sig oft á þann hátt að það séu hreinlega ekki allir jafnir fyrir lögunum hér á landi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halldórs Sigurþórssonar og Arngríms Pálmasonar sem voru gestir Kristjáns Arnar Elíassonar í þættinum Stjórnsýslan í mínum augum.

Þeir Halldór og Arngrímur hafa báðir þurft að fara í gegnum völundarhús stjórnkerfsins og hafa árum saman kynnt sér hvernig stjórnsýslan virkar og það sem mikilvægast er, hvað í stjórnsýslunni er ekki að virka sem skyldi. Í þættinum ræða þeir nútíma stjórnsýsluhætti og bera meðal annars saman við eldri stjórnsýsluhætti, til dæmis þegar embætti fógeta var og hét.

Í þættinum er leitast við að varpa ljósi á það sem aflaga hefur farið í stjórnsýslu landsins og bent á hvar megi bera betur og hvernig, og leiða Halldór, Arngrímur og Kristján hlustendur í gegnum óravíddir kerfisins.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila