Ekki einfalt að takast á við stöðu efnahagsmála eins og staðan er nú

Það er ekki einfalt að takast á við þá stöðu sem uppi er í efnahagsmálum landsins og má rekja til fjármagnsinnspýtingar vegna Covid aðgerða, stríðsins í Úkraínu og innspítingar á húsnæðismarkaðinn, patent lausnir eru einfaldlega ekki til staðar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Björns Leví Gunnarssonar þingmanns Pírata í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Björn segir að til að byrja með þurfi að fara í mjög mikla uppbyggingu á íbúðarhúsnæði sem sé af mjög skornum skammti, en nú sé ríkisstjórnin loks að ranka við sér. Hann telur hækkun húsnæðisverðs sé runnin undan rifjum stjórnvalda í þeim tilgangi að fegra ástandið á pappírum.

Sjónhverfing sem lítur vel út á pappírum

„þetta var svona ósögð stefna, það var ákvörðun stjórnvalda að hækka íbúðaverð, því það býr til skortstöðu og í skortsstöðunni þá geturðu hámarkað íbúðavirðið og áhrifin eru þau að á pappír er meiri hagvöxtur og betri skuldastaða heimila, en það hjálpar auðvitað aldrei neinum sem er að reyna að komast inná húsnæðismarkaðinn, það hjálpar ekki legjendum og hjálpar engum í samfélaginu einmitt út af verðbólguáhrifunum sem það hefur, þetta lítur eingöngu betur út á pappírum“ segir Björn.

Verðbólgan veldur síðan keðjuverkandi áhrifum sem geri það meðal annars að verkum að fólk tekur frekar verðtryggð lán.

„sem er slæmt því þetta eru dýrari lán þó greiðslubyrgðin sé léttari til að byrja með, þannig að fólk kemst inn í það og það er bara ákveðið veðmál um hvernig húsnæðisverð og verðbólga þróist, þetta er að segja okkur að fólk almennt séð hefur ekki efni á að taka óverðtryggð lán og leitar því aftur í þessu eiturlán“

Hann segir að það að hafa þak yfir höfuðið ætti að teljast til borgararéttinda.

„og að við séum með fjölbreyttari valmöguleika til þess að koma þeim rétti til skila með til dæmis kaupleigufyrirkomulagi, þannig að ef fólk er að borga eitthvað mikið meira en umfram það hlutfall sem það kostar að reka húsnæði þá öðlist það eignarhlut“

Sjónhverfingarnar víða

Björn segir sjónhverfingarnar hvað kerfið varðar til dæmis þegar kemur að því að fólk þurfi að fá greiðslumat, þá sé fólki ráðlagt til dæmis að eiga ekki bíl í þrjá mánuði og svo framvegis til þess að komast í gegnum greiðslumat.

„ég upplifi þetta líka í svo mörgu öðru, fólk er til dæmis að skrá sig úr sambúð eða jafnvel hjónabandi til þess að fá lægri leikskólagjöld, þarna er kerfið að koma í veg fyrir það að fólk geti lifað sínu sameiginlega lífi, hvatinn er öfugur, hann er ekki útfrá einstaklingnum og þér er refsað fyrir að reyna að gera hlutina hagkvæmari“

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila