Ekki eingöngu bændur sem stunda blóðmerarbúskap

Inga Sæland formaður Flokks fólksins

Frumvarp Ingu Sæland þingmanns Flokks fólksins sem gerir ráð fyrir að blóðmerarhald verði bannað er með ákveðna baktryggingu sem tryggir hag þeirra bænda sem myndu þurfa að hætta blóðmerarbúskap og því veldur frumvarpið þeim ekki búsifjum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Inga segir að það sé þó reyndar ekki svo einfald að eingöngu bændur stundi blóðmerarbúskap heldur séu það einstaklingar sem hafa aðgang að jörðum sem nýti þær í þessum tilgangi

„og láta ótemjur hlaupa þar um, þessir einstaklingar koma víðs vegar að, eru jafnvel fyrrverandi skipstjórar, kennarar smiðir og nefndu það bara, sem koma þarna á haustin til þess að ná sér í auka krónur með því að aðstoða Ísteka að sjúga blóð úr þessum hryssum“segir Inga.

Inga bendir á að þegar sé tekið mun meira magn af blóði úr hverri hryssu en leysilegt sé samkvæmt lögum um dýravernd og nú sé búi að veita Ísteka leyfi fyrir að framleiða þrisvar sinnum meira blóð en áður var gert, fara úr rúmlega 5000 hryssum í um 20.000 hryssur sem nýta eigi til slíkrar blóðtöku, þá verði til í þessari starfsemi fjöldi folalda sem verði slátrað.

Hún segir að þó þeir sem stundi blóðmerarbúskap séu ósáttir við frumvarp Ingu séu það mun fleiri bændur sem hafi haft samband við hana og styðji frumvarpið.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila