Ekki hægt að ætlast til þess að almenningur treysti bóluefnunum þegar sérfræðingum greinir á um ágæti þeirra – Stjórnvöld sinna ekki nægilega vel upplýsingaskyldu sinni

Lárus Lárusson lögmaður

Stjórnvöld geta ekki ætlast til þess að almenningur treysti þeim bóluefnum sem notuð eru hér á landi þegar sérfræðingar eru ekki einu sinni sammála um ágæti þeirra. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Lárusar Lárussonar lögmanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.


Lárus segir að pottur sé brotinn hvað upplýsingagjöf varðar þegar kemur að aukaverkunum og upplýsingum um þau lyf sem notuð séu til bólusetninga gegn veirunni, margt sé óljóst í þeim efnum og því hvenær stjórnvöld teljast hafa sinnt upplýsingaskyldu sinni. 


Segir Lárus að til þess að stjórnvöld teljist hafa sinnt tilkynningaskyldu sinni verði að hans mati að hafa komið fram opinber tilkynning um tiltekin atriði. Eins og staðan sé nú sé þetta mjög á reiki, meðal annars hefur ekki verið tilkynnt sérstaklega um hvort fólk sé að taka þátt í vísindarannsókn með því að láta bólusetja sig, um það gildi ákveðnar reglur,

Hann bendir á að sækja þurfi um leyfi til slíkra rannsókna/tilrauna svo eitthvað sé nefnt og sú staða getur hæglega komið upp að ríkið hafi skapað sér bótaskyldu þar sem fólk hafi ekki verið upplýst með fullnægjandi hætti að verið sé að taka þátt í tilraunum með þau lyf sem verið sé að nota.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila