Ekki hægt að treysta Brussel: 76% Ítala upplifa að flest ríki ESB hafi yfirgefið Ítalíu

Hjúkrunarkonan er engill að mati 82% Ítala sem hylla starfsfólk sjúkrahúsa fyrir störf sín í baráttunni gegn kórónuveirunni

Í nýrri skýrslu More in Common um afstöðu íbúa einstakra landa eftir útbreiðslu kórónufaraldursins segir að Ítalir hafi í verulegum mæli snúist gegn miðstjórninni í Brussel. Spurt var með tilliti til COVID-19 ertu sammála fullyrðingunni að „Ítalía hefur verið yfirgefin af flestum öðrum löndum innan ESB í þessari kreppu“ og svöruðu 76% aðspurðra því játandi. Einungis 33% Ítala finnst aðild að ESB vera góð og kórónufaraldurinn hefur snúið 44% Ítölum til enn verri afstöðu til ESB en áður.

30% aðspurðra hafa misst atvinnuna

Breytt afstaða Ítala kemur einnig fram í afstöðu til landamæra en 79% aðspurðra vilja fá hert landamæraeftirlit jafnvel eftir að sigrast verður á veirunni. Þá kemur einnig í ljós aukin eftirspurn á „sterkum“ stjórnmálaleiðtoga en 71%% segja að þörf sé á „sterkum stjórnmálaleiðtoga sem er viljugur að brjóta reglurnar.“ 66.% segja að fjölmiðlar drífi eigin stefnu í stað þess að segja frá staðreyndum. Kórónukreppan hefur haft afar neikvæð áhrif á fjármál Ítala því 48% Ítala segja efnahaginn verri og einunigs 7% að efnahagsstaðan hafi batnað. 30% aðspurðra höfðu misst atvinnuna í kórónukreppunni.

90% telja að efnahagsmálin sigli inn í djúpstæða lægð

Almennt séð eru miklar áhyggjur daglegt brauð á Ítalíu. Þannig hafa 77% áhyggjur af óstöðugu stjórnmálaástandi, 66% telja að frelsi meðborgaranna verði endanlega takmarkað eða skert, 75% telja að umhverfisvernd muni minnka eða hætta, 59% telja að til átaka geti komið milli Ítalíu og annarra landa, heil 90%! telja að efnahagsmálin sigli inn í djúpa lægð, 77% telja landið muni halda áfram að klofna, 49% telja að minnihlutahópar kynþátta og trúarbragða muni fara ver út úr faraldrinum en aðrir og 58% telja að til óeirða og átaka muni koma í landinu.

72% óttast framtíða faraldra COVID-19

72% eru hræddir við framtíða COVID-19 öldur, sýkingu og lokun landsins og 59% hafa áhyggjur af því að vinir og ættingjar veikist af veirunni. Ekki er þó allt náttsvart með veirufaraldurinn því 53% segja hann hafi leitt í ljós að „flestir í landinu okkur hafa sýnt að þeir bera umhyggju hver fyrir öðrum.“ Rúmlega helmingur segist hafa fylgt boðum yfirvalda og 82% segja að hylla beri starfsmenn sjúkrahúsa fyrir frammistöðuna. 63% finnst yfirvöld ekki sinna fátækum og 46% finnst yfirvöld sinna mest þeim sem best eru settir. Traust 36% á yfirvöldum hefur versnað.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila