Ekki rétta leiðin að neyða fólk til þess að nota strætisvagna

Eyþór Lxdal Arnalds borgarulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Það er ótækt og alls ekki rétta leiðin að neyða fólk til þess að nota almenningssamgöngur með því að þrengja að einkabílnum og torvelda þeim sem nota einkabíla að komast um götur borgarinnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Eyþórs Laxdals Arnalds borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Hann segist á móti þeirri stefnu borgaryfirvalda að leggja á það þunga áherslu að sem flestir borgarbúar ferðist með almenningssamgöngum, sem sjá megi á áherslum borgaryfirvalda með því t,d að fækka bílastæðum og fletta af mabiki á svæðum.

Efast um að borgarlínuvagnar séu vistvænir

Eyþór segir að hans skoðun sé sú að fólk eigi að hafa val um hvaða samgöngumáta það kýs að nota, auk þess sem borgarlínuvagnarnir séu ekkert endilega mjög vistvænir

þetta eru þungir vagnar og þar með spæna þeir upp talsverðu svifryki svo ég efast nú um að þeir séu svo vistvænir“.

Þá segir Eyþór að stefna borgaryfirvalda um að fækka bílastæðum komi til með að auka umferð talsvert, með tilheyrandi svifryki og umferðarhnútum

því þegar maður finnir ekki bílastæði þá gerist það að menn fara að hringsóla og það er ekki til þess að draga úr umferðinni, það er ljóst“.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila