Ekki skynsamlegt að taka afstöðu með eða á móti málum – Verðum að horfa á heildarmyndina

Það er alls ekki ábyrgt af stjórnmálamanni að taka afstöðu með eða á móti málum og það fer betur á því að horfa á heildarmyndina. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Einars Þorsteinssonar oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar.

Einar segist alls ekki vera andsnúinn hugmyndum þéttingu byggðar því það geti verið skynsamlegt að þétta byggð en það má ekki vera á kostnað annara kosta og segir Einar að það verði á sama tíma brjóta land til þess að byggja á og útvega þannig fleiri lóðir.

Treystir ekki núverandi meirihluta fyrir Borgarlínuverkefninu

Þá segir Einar að hann sé ekki á móti Borgarlínu, vandinn sé hins vegar sá að hann treystir ekki þeim meirihluta sem nú situr vegna þess að sá meirihluti vilji útrýma einkabílnum og sé mjög harður á því að vilja losna við hann, þrengja að honum og gera fólki eins erfitt fyrir að nota hann sem samgöngutæki eins og hægt er og þannig stýra því að fólk noti almenningssamgöngur, það beir einfaldlega að virða að einkabíllinn sé sá kostur sem fólk kýs helst að nota. Það sé ekki eðlilegt að þrengja í sífellu að fólki á þennan hátt vegna pólitískrar hugmyndafræði.

Eigum að leyfa byggð á Kjalarnesi að byggjast upp

Einar segir að eitt versta dæmið um þröngsýni núverandi meirihluta sé að leyfa ekki Kjalarnesinu að byggjast upp þrátt fyrir ákall þar um. Bendir Einar á að kjósendur sem vilji Sundabraut ættu að hafa hugfast að þeir flokkar sem nú séu við völd hafi beinlínis staðið í veg fyrir því.

„þess vegna er mjög mikilvægt að Framsókn komist að núna og að það verði af Sundabraut, ég var að rýna í gögn sem sýna að ef Sundabraut verður að veruleika þá sparast 150 þúsund kílómetrar á dag í akstri þegar horft er á heildina, fyrir utan hvað þetta styttir leiðir, bæði upp á Kjalarnes og Grafarvog, svo þegar fram líða stundir þá opnast tækifæri til þess að byggja í Geldingarnesi sem er mjög spennandi byggingarland“segir Einar.

Þá bendir Einar á að samkomulag hafi verið um það frá árinu 2019 að setja Keldnaland sem byggingarland á kortið samhliða samgönguáætlun en af því hafi ekki orðið og meirihlutinn meira segja tillögur þess efnis allt þar til nú rétt fyrir kosningar.

Hefur áhyggjur af því hvernig koma eigi umferð um borgina á meðan verið sé að setja Miklubraut í stokk

Einar segir að hann sjái ákveðna kosti í því að setja Miklubraut í stokk, hann hafi hins vegar áhyggjur af því hvað eigi að gera á meðan við þá umferð sem þarf að komast um svæðið, enda fylgi slíkum framkvæmdum mikið rask og umfangsmiklar lokanir auk þess sem þetta taki langan tíma

“ þeir sem eru með þessi áform uppi hafa látið gera um þetta falleg youtube myndbönd og þetta er allt saman mjög fallegt, en ég held að áður en menn halda lengra með þessi áform að sanna og sannfæra borgarbúa um að þeir geti búið í borginni á meðan þessum framkvæmdum stendur“

Flugvöllurinn verður í Vatnsmýri þar til annar betri eða jafngóður staður finnst

Flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni þar til annar jafngóður eða betri staður fyrir hann finnst. Einar vekur athygli á að borgarstjóri hafi skrifað undir samkomulag árið 2019 sem kveður einmitt á um að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þar til annar staður fyrir hann finnst.

„innviðaráðherra hefur látið skoða Hvassahraun og sú vinna er enn í gangi, síðan fór að skjálfa og gjósa á Reykjanesskaganum, þá sögðu jarðfræðingar að þetta gæti orðið erfitt þarna á þessum stað því þarna eru sprungur og fleira en sá staður er enn í skoðun og ég hefði viljað kannski að það væru fleiri staðir skoðaðir og settur svolítill kraftur í þetta“segir Einar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila