Ekki tryggt að aðgerðir yfirvalda nú dugi til þess að slá niður þriðju bylgjuna

Jóhannes Loftsson verkfræðingur og Elísabet Guðmundsdóttir skurðlæknir

Það er ekki tryggt að þær hörðu aðgerðir sem sóttvarnaryfiröld hafa gripið til nú til þess að sporna við þriðju bylgju faraldursins dugi til þess að ná henni niður. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóhannesar Loftssonar verkfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur ásamt Elísabetu Guðmundsdóttur skurðlækni sem starfar á Landspítalanum.

Jóhannes segir að ef aðgerðirnar dugi ekki sé ljóst að farið hafi verið í aðgerðir sem geti hafa haft skaðleg áhrif á fólk vegna þeirrar einangrunar sem aðgerðirnar krefjist, á sama tíma og leiðin liggi í raun í hjarðónæmi, hjarðónæmi sem sé ekki stýrt líkt og annars staðar þar sem sú leið hefur verið farin.

Þá sé mikill óttaáróður í gangi að mati Jóhannesar, sem geti valdið beinu heilsutjóni fólk hefur miklar áhyggjur og það leiðir til heilsutjóns. Elísabet tekur undir þetta

ritararnir hjá okkur á spítalanum finnur mjög fyrir þessum áhyggjum fólks

En Elísabet segir heilmikið hægt að gera til þess að verjast því að veikjast, til dæmis með því að styrkja ónæmiskerfið

með því að taka inn D vítamín má styrkja ónæmiskerfið og ekki bara gegn þessari veiru, heldur sjúkdómum almennt„.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila