Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hófst nú í kvöld í Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Samkvæmt kom gosið upp í Geldingadölum og segja Almannavarnir að gosið sé vel staðsett hvað hættu af því varðar. Þó er alltaf hætta á gasmengun og hafa íbúar í Grindavík og Þorlákshöfn beðið að halda sig innan dyra og loka gluggum.

Sem stendur er ekki talin þörf á rýmingu svæða en Reykjanesbraut hefur verið lokað og vegum sem liggja að svæðinu. Mikil umferð hefur verið í áttina að svæðinu frá því fréttist af gosinu og hefur lögreglan beint þeim tilmælum til almennings að halda sig frá svæðinu. Hraunflæmið sem kemur úr sprungunni er um 500 metra breitt.

Smelltu hér til þess að skoða vef Veðurstofunnar

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila