Eldgos hafið við Fagradalsfjall

Veðurstofa Íslands birti þessa mynd af gosinu

Eldgos er hafið við við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Samkvæmt upplýsingum er gosið á þeim stað þar sem reykur steig upp í jörð í gær en þar sáust einnig í vefmyndavél blossar sem reyndust vera eldur í mosa. Sjá má á myndinni hér að ofan skjáskot úr vefmyndavél á svæðinu en á myndinni sést sprungan sem er nokkuð löng. Fréttin verður uppfærð eftir því sem upplýsingar berast.

Uppfært kl.17:40 Á upplýsingafundi Almannavarna sem var að klárast rétt í þessu kom fram að innviði væru ekki í hættu vegna gossins eins og sakir standa en áfram verður fylgst með ástandinu. Þá kom einnig fram að viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð. Jarðvísindamenn segja gosið vera 5-10 sinnum stærra en gosið sem varð í fyrra, en ekki sé þó um stórgos að ræða. Sést hefur til fólks í námunda við gosstöðvarnar og því rétt að ítreka að lögregla biður fólk að virða lokanir á svæðinu og ganga ekki að gosstöðvunum.

Uppfært kl.15:07 Bílaumferð sem liggja að gosstöðvunum hefur stöðvuð og veginum lokað. Fólk er beðið um að koma ekki á svæðið þar sem vettvangur er ekki tryggður.

Uppfært kl.14:20 Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna eldgossins. Jarðeðlisfræðingar segja staðsetningu gossins heppilega og lítil hætta sé á að hraun renni í átt að Reykjanesbraut eins og staðan sé nú.

Uppfært kl.13:58 Eldgosið er staðsett í Merardölum og 1,5 kílómetrum norður af Stóra Hrúti. Veðurstofan varar við mögulegri gasmengun á svæðinu. Eldgosið sést víða að, meðal annars frá Hafnarfirði.

Hér að neðan má sjá beina útsendingu af vefmyndavél Mbl.is á Youtube

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila