Borgaryfirvöld eiga að láta Elliðaárdalinn í friði

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrverandi borgarstjóri

Það á ekki að eyðileggja náttúruperlu eins og Elliðaárdalinn með Bio dome byggingu og kjarninn er að borgaryfirvöld eiga að láta dalinn í friði eins og hann er í dag.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar fyrrverandi borgarstjóra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Vilhjálmur segist í raun ekkert skilja hvað meirihlutanum í borginni gangi til með verkefninu

ég hef ekki heyrt um að nokkur hafi beðið um þessa gróðurhvelfingu, þetta er illskiljanlegt„.

Þá segir Vilhjálmur yfirgang borgarinnar vera að finna víða

til dæmis er framkoma borgaryfirvalda í garð kaupmanna og íbúa á Laugavegi ekkert annað en ófyrirgefanlegur gengdarlaus yfirgangur og frekja og þeir hafa ekkert samráð við þá kaupmenn sem hafa verið þarna í áratugi né nokkurn annan„.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila