Reykjavíkurborg greiðir 80% kostnaðar við skipulag lóðar vegna gróðurhvelfingarinnar í Elliðaádal

Halldór Páll Gíslason formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdals

Þær hugmyndir sem borgaryfirvöld hafa um gróðurhvelfinguna sem gert er ráð fyrir að rísi í Elliðaárdal eru óraunhæfar og framkvæmdin verður bæði borgarbúum og svæðinu dýrkeypt.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halldórs Páls Gíslasonar formanns Hollvinasamtaka Elliðaárdals í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Halldór bendir meðal annars á að heildar raskið sem gert sé ráð fyrir spanni tæpa 43.000 fermetra og að til þess að hægt sé að reisa gróðurhvelfinguna þurfi að færa skolplögn sem liggur undir

það mun kosta samkvæmt leið A sem var eina leiðin sem hægt er að fara kostar allt að 600 milljónum króna, eingöngu sú framkvæmd, en þá er allt hitt eftir,„,segir Halldór.

Spor í sandinn ehf fékk óútfylltan tékka hjá Reykjavíkurborg

Útvarp saga hefur heimildir fyrir því að gerður hafi verið samningur milli fyrirtækisins Spors í sandinn ehf sem ætlar að reisa hvelfinguna og Reykjavíkurborgar þess efnis að Spor í sandinn greiði aðeins 20% þess kostnaðar sem hlýst af vegna skipulags lóðarinnar, sem þýðir að borgin greiði 80% þess kostnaðar, en ekkert þak hafi verið sett á þann kostnað sem borgin sé tilbúin til þess að greiða.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila