Elon Musk kom með friðartillögu – svar Úkraínu var: „Farðu til fjandans“

Stríðið milli Rússlands og Úkraínu er komið inn á áttunda mánuðinn. Elon Musk skerst í leikinn til að reyna að koma á friði milli landanna. Musk setur fram fjögur atriði sem hann fullyrðir að geti leitt til friðar. En Úkraína hefur vægast sagt engan áhuga á framtaki forstjóra Tesla og svarar með skætingi:

„Farðu til helvítis – Enginn Úkraínumaður mun nokkurn tíma kaupa djöfulsins Tesla-skítinn þinn“

Í friðartillögu Musks er lagt til, að Úkraínusvæðin fjögur sem hafa verið aðskilin og nýlega sameinuð Rússlandi, haldi nýjar þjóðaratkvæðagreiðslur. Eiga þjóðaratkvæðagreiðslurnar að vera undir eftirliti kosningaeftirlitsmanna frá Sameinuðu þjóðunum og bæði Úkraínu og Rússlandi beri að virða niðurstöður kosninganna.

Musk leggur einnig til að Krímskagi verði formlega viðurkenndur sem hluti af Rússlandi. Krímskaginn var þegar hluti af landinu árið 1783. Ennfremur á Úkraína einnig að samþykkja að vera hlutlaus ríki, þ.e.a.s. að ganga ekki með í Nató.

Tillögunum hefur ekki verið vel tekið af Úkraínu. Andrij Melnyk, æðsti stjórnarerindreki landsins, svarar Elon Musk með því að biðja hann um að „fara til helvítis.“

Spurningin um hversu margir þurfa að deyja

Musk tekur fram, að tillaga hans verði að öllum líkindum niðurstaða átakanna og að nú sé spurningin því aðeins um hversu margir þurfi að deyja.

Melnyk svarar því til, að eina útkoman af tillögu Musks sé, að:

„Enginn Úkraínumaður mun nokkurn tíma kaupa djöfulsins Tesla-skítinn þinn.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila