Þingmenn vilja að embættismenn fái launahækkanir til þess að halda þeim góðum

Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins

Þingmenn vilja að embættismenn fái launahækkanir umfram aðra hópa þar sem það þjónar hagsmunum þingmanna að halda embættismönnunum góðum.

Þetta var meðal þess sem fram kom í síðdegisútvarpinu í dag en þar var Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Styrmir bendir á útþennsla báknsins sé óheyrilega mikil og menn verði samdauna kerfinu sem síðan birtist meðal annars í ákvörðunum um launahækkanir til opinberra embættismanna. Hann segir að fjárútlátum hins opinbera muni ekki linna fyrr en kjósendur átti sig og taki af skarið

Að kjósa ekki þetta fólk aftur, það er leiðin og sú eina sem við getum farið“,segir Styrmir.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila