„Endalok Evrópusambandsins” – Verhofstadt segir „fyrirsátur vera út um allt gegn gildum ESB”

Guy Verhofstadt vill að tafarlaust verði kallað saman til ráðstefnu til að ræða framtíð Evrópusambandsins vegna þess að „fyrirsátur sé út um allt gegn gildum ESB. Rússland og Tyrkland, Ungverjaland og Pólland, Moria og Minsk. Alls staðar er setið fyrir gildum Evrópusambandsins og ESB grípur of seint inn í málin. Meiri þörf er á Ráðstefnunni um Framtíð Evrópu en nokkru sinni fyrr. Hvað stendur Evrópusambandið fyrir og hvernig getum við staðið saman á sterkari hátt?”

Verhofstadt er einn fremsti talsmaður alríkis Evrópusambandsins og hann vísar til stjórnmálalegs óróleika og kreppu um gjörvalla Evrópu. Í gær notaði gríska lögreglan táragas gegn flóttamönnum sem mótmæltu vosbúðinni á Lesbos eyju en flestir eru heimilislausir eftir að búðirnar brunnu í síðustu viku.

Í höfuðborg Rússlands Minsk hafa hundruðir kvenna verið handteknar sem mótmæltu handtöku stjórnarandstöðuleiðtogans Maria Kolesnikova. Hún er núna ásökuð um landráð. Lúkasjenkó reynir að kæfa stjórnarandstöðuna en hann og Pútín hittast mánudag til að ræða ástandið. Pútín hefur sífellt auga á Austur-Evrópu sem „réttmætu svæði til áhrifa og valda” og hefur að einhverju leyti völd yfir fyrrum Varsjárbandalagsríkjum aðallega vegna gassölu um leiðslur gegnum Pólland. Þá fer sjálfstæði Ungverjalands og Póllands mikið í taugarnar á Verhofstadt og benti hann á mjög vaxandi andúð á ESB í þessum löndum og ákalli eftir „Pólexit.”

Brexit „samningur” að sigla í strand

Föstum orðaskeytum er skotið þvers og kruss í svo kölluðum Brexit „samningaviðræðum” milli ESB og Stóra-Bretlands. Stefnir hraðbyri í samningslausa úrsögn Breta úr ESB eftir allar endalausar og ósanngjarnar kröfur ESB m.a. um aðgang að fiskimiðum Breta. Það nýjasta er hótun ESB við Bretland um að skilgreina það sem „þriðja land” ef Bretar kasti sig ekki undir skilmála sem Varoufakis fv. fjármálaráðherra Grikklands segir að hvorki Frakkland eða Þýskaland myndu fylgja. Meðal annars er ESB að hóta Bretum því, að Norður-Írlandi verði gert óheimilt að kaupa breskar matvörur. Varoufakis bendir á að ríkisstuðningur við fyrirtæki í Frakklandi og Þýskalandi hefðu verið talin brot á samkeppnisreglum ESB fyrir tveimur árum og að aðildarríkin séu núna látin taka gríðarleg lán vegna kórónufaraldursins. Einn stærsti ávinningur Breta við útgöngu er að sleppa við þær skuldbindingar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila