Endurræsingin mikla – hér er dagskrá glóbalistanna með Xi Jinping aðalritara Kommúnistaflokks Kína í fararbroddi

Xi Jinping aðalritari Kommúnistaflokks Kína, Klaus Schwab stofnandi World Economic Forum og Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna í forystu Endurræsingunnar miklu.

Endurræsingin mikla verður á dagskrá glóbalistanna í Davos 2021 sem að þessu sinni fer fram á netinu og hefst þegar sunnudagskvöld 24. janúar með ávarpi Klaus Schwab stofnenda og forstjóra World Economic Forum, WEF. Þinga glóbalistar alla vikuna frá morgni til kvölds um mögulegar leiðir til að binda ríkisstjórnir heims enn fastar í stjórnunarneti sínu. Nú á að umbreyta efnahag alheims og eyða því sem við höfum fram að þessu kallað lýðræði. Nýjum heimsbúskap verður stjórnað af „sérfræðingum” sem ákveða allt fyrir okkur frá vöggu til grafar í heimi þar sem almenningur verður gerður að eignalausum gráum númerum fjöldans. Leiðin að alræðisstjórn kommúnismans og fasismans er þegar hafin með eyðileggingu millistéttarinnar og smáfyrirtækja í kjölfar kínversku farsóttarinnar út um allan heim.

Hápunktur mánudagsins 25. janúar og jafnvel ráðstefnunnar allrar verður sérstök ræða Xi Jinping Aðalritara Kommúnistaflokks Kína kl. 13.00. Að vanda er hann ekki kynntur undir réttum titli heldur er hann einungis kynntur sem „forseti kínverska Alþýðulýðveldisins” til að fela einræðisríki kommúnismans. Ræða kommúnistaforingjans verður túlkuð samtímis í beinni á arabísku, ensku, frönsku, þýsku, japönsku, mandarínsk-kínversku, rússnesku og spænsku. Auk Xi Jinping munu dyggir stuðningsmenn elítunnar vera í fyrirrúmi eins og t.d. Macron Frakklandsforseti, Merkel Kanslari Þýskalands, Ursula von der Leyen forseti ESB, Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Dr. Tedros Ghebreyesus forstjóri WHO, Kristalina Georgieva forstjóri alþjóða gjaldeyrissjóðsins, Dr. Fauci forstjóri Smitvarnarstofnunar Bandaríkjanna, Christina Lagarde Seðlabankastjóri ESB og forsætisráðherra Indlands Narendra Modi. Útvarp Saga birtir dagskrá fyrsta dagsins af fimm til að sýna umfang þeirrar áætlunar sem í smíðum er. Alla dagskrána má sjá á ensku hér.

Mánudagur 25. janúar

Kl. 8.00 Ræður Li Xin forstjóra Caixin Global, Gong Yngying stofnanda Yidu Tech og Nanaia Mahuta utanríkis- og viðskiptaráðaherra Nýja Sjálands og Shobana Kamineni aðstoðarforstjóra Apollo sjúkrahúsanna. Leiðir og samstarf ríkisstjórna og fyrirtækja gegn COVID-19 í heiminum. Samhliða og á sama tíma verður rætt um að „Auka traust á bóluefni” í heiminum en kannanir sýna að einungis 73% vilja láta bólusetja sig að meðaltali og fer talan niður í 40% í sumum löndum.

Kl 9.00: „Endurreisum hagvöxtinn”. Spár Alþjóðabankans um 5% samdrátt framleiðslu ræddar og leiðir til nánari samstarfs ríkisstjórna og fyrirtækja til að endurreisa hagvöxtinn að nýju 2021.

Kl. 10.00: „Viðureignin við Alzheimers” nýjar leiðir til að meðhöndla sjúkdóminn – „Félagsleg fyrirtæki endurreisnarinnar” stefna og fjármögnun s.k. félagslegra fyrirtækja og „Byggjum kolefnissporlausar borgir” – áætlun World Economic Forum og Bandalags hreins lofts um að ná niður gróðurhúsalofttegundum borga sem mótsvara 74% af mengun koltvísýrlings út í andrúmsloftið.

Kl. 11.00: „Nýr þjóðlegur sáttmáli alheims” – farsóttin hefur sett helming lífsafkomu 3,3 milljarða alþjóðlega vinnukraftsins í hættu á sama tíma og brestir í öryggisneti meirihluta vinnukraftsins koma í ljós. Hér verður rætt um nýjan þjóðlegan sáttmála milli ríkisstjórna, fyrirtækja og meðborgara til að laga málin.

Kl 12.00: „Jafnrétti kynjanna í hjarta endurræsingarinnar” – jafnréttisverkefni WEF vegna tvöfaldrar vinnu kvenna vegna farsóttarinnar – „Markmið og leiðir að efnahagslegum umbreytingum” – Nýtt stjórnborð WEF fyrir hið nýja efnahagskerfi sem m.a. skapar markaði morgundagsins með alþjóða fjárfestingum.

Kl. 13.00: „Hátíðarræða Xi Jinping leiðtoga Kommúnistaflokks Kína” „Byggjum kolefnissporlausar borgir”„Endurnýjun menntunarinnar” – vegna farsóttarinnar hefur skólum í 188 löndum verið lokað með áhrif á menntun 1,54 milljarða námsmanna. Þessi truflun skapar tækifæri til að endurræsa öll stig menntakerfisins skv. skólaverkefnum WEF, sem miðast að því að skapa bæði alþjóðlegan ríkisborgararétt og stafræna kunnáttu.

Kl. 14.00: „Viðbrögð við COVID-19 kreppunni” aukið samstarf ríkisstjórna og fyrirtækja til að bregðast við kreppunni.

Kl. 15.00: „Framkvæmd Þekkingarbyltingarinnar” – Hvernig framkvæma á endurreisn þekkingarinnar hjá einum milljarði vinnuaflsins fyrir 2030 er eitt af mikilvægustu verkefnum ríkisstjórna um allan heim. „Hagsmunakapítalisminn: Byggum framtíðina” – farið gegnum leiðsögn Klaus Schwab í nýrri bók með sama nafni. Jafnrétti kynjanna og Alzheimer.

Kl. 16.00: „Leitin að hamingu og tilgangi í heiminum eftir COVID” Hvernig breyttar vinnuaðferðir í kjölfar farsóttarinnar móta lífsbreytingar til frambúðar og breyta jafnframt einstaklingnum.

Kl. 17.00: „Endurræsing hagvaxtarins”

Kl. 18.00: „Endurræsing stafræns gjaldmiðils” – COVID-19 hefur flýtt fyrir þróuninni að skipta út beinhörðum peningum fyrir komandi stafrænan gjaldmiðil. WEF leggur veginn að einum stafrænum gjaldmiðli fyrir allan heiminn. „Ávarp António Guterres aðalritara Sameinuðu þjóðanna” túlkað í beinni á 9 tungumálum. „Félagslegt réttlæti nýja efnahagskerfisins” – efnahagslegu bili milli hvítra og litaðra verður útrýmt, kynsjálfstæði fólks tryggt og félagslegt réttarfarskerfi tryggt samkvæmt stefnuskrá WEF. „Hugvit grasrótarinnar virkjað” – til þess að flýta fyrir að haldbærum markmiðum Sameinuðu þjóðanna verði náð.

Kl.19.00: „Vinnustaður andlegrar heilsu” – hvernig sameina má vinnu í einangrun við heilsugæslu vegna COVID-19. Blaðamannafundur „Meðhöndlun ójafnréttisveirunnar”

Kl. 20: „Dagskrá Davos – Hvernig hefur COVID haft áhrif á aðferðir okkar til að meðhöndla geðheilsu?” – stafræn tækni gegn geðvandamálum í kjölfar COVID.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila