Endurræsingin Mikla mun leiða til „samruna sálfræðilegra, stafrænna og lífræðilegra auðkenna okkar“ segir Klaus Schwab

Klaus Schwab stofnandi The World Economic Forum segir einstakt tækifæri fyrir Endurræsinguna Miklu í kjölfar kórónuveirunnar.

Klaus Schwab hefur greint frá því að „endurbæting manneskjunnar“ er óaðskiljanlegur þáttur í „Endurræsingunni Miklu“ sem kynnt verður í Davos í janúar 2021. „Fjórða iðnbyltingin mun leiða til samruna sálfræðilegra, stafrænna og lífræðilegra auðkenna okkar“ segir Schwab. Í bók sinni Fjórða iðnbyltingin skýrir Schwab að um sé að ræða stafræna flögu sem sett verður inn í líkama fólks og lesið getur hugsanir þess.

Endurræsingin Mikla vekur sífellt meiri athygli – bæði aðdáun og einnig furðu og skömm. T.d. tók Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada undir þau orð Schwab að „kórónuveiran skapaði tækifæri fyrir endurræsinguna.“ Markmiðið með endurræsingunni er fyrst og fremst að leysa upp núverandi kerfi kapítalismans og byggja í staðinn miðstýrt veldi tæknikrata sem leiðir til lægri lífsskilyrða, minni notkun eldsneytis, takmörkun á borgaralegum réttindum og hraðvirkari vélvæðingu starfa.

Sameining tækni við líffræði mannkyns

Annar mikilvægur þáttur Endurræsingarinnar Miklu eða Fjórðu iðnbyltingarinnar er sameining manns og véla, það er að segja endurbæting vanþróaðs mannkyns með nýjustu stafrænni gervigreindartækni sem Schwab kynnti viðskiptaráði Chigago sbr tístið hér að neðan.

Schwab greindi frá því að bók hans um þessi mál „Sköpun framtíðar fjórðu iðnbyltingarinnar“ („Shaping the Future of The Fourth Industrial Revolution“) væri sérdeilis vinsæl í Kína, Suður-Kóreu og Japan en herinn í Suður-Kóreu keypti 16 þúsund eintök af bókinni.

Tækni sem „les hugsanir“ og virkar eins og „innbyggður snjallsími“

Schwab útskýrir af ákafa, hvernig ný tækni muni gera yfirvöldum kleift að „komast inn í þá staði í huga okkar sem hingað til hafa verið einkamál okkar, lesa hugsanir okkar og hafa áhrif á hegðun okkar.“ Spáir Schwab því að þetta leiði til framfara í baráttunni gegn glæpamönnum og hægt verði að sjá fyrir glæpi og fyrirbyggja glæpi, nokkurs konar „Minority Report.“

„Þegar getan eykst á þessu svið eykst freisingin fyrir yfirvöld og dómstóla að nota tæknina til að kveða úr um glæpsamlegan verknað, dæma refsingu eða til og með sækja minni beint úr heilum fólks“ skrifar Schwab. „Jafnvel að fara yfir landamæri gæti einn daginn þýtt nákvæma skönnun heilans til þess að finna einstaklinga sem eru hættulegir öryggi.“

Hillingarmynd framtíðarinnar þar sem fámennur hópur stjórnar öllu mannkyni

Schwab fer einnig ljóðrænum orðum um útópískan draum sem hann deilir með mörgum framámönnum um tæknilegar endurbætur á sjálfri manneskjunni. „Fjórða iðnbyltingin staðnæmist ekki við hlutdeild í raunveruleikanum í kringum okkur – hún verður einnig hluti af okkur sjálfum. Og mikið rétt, þá finnst sumum okkar að snjallsímarnir séu framlenging af okkur sjálfum. Tæknileg tæki nútímans – allt frá ferðatölvum til höfuðbúnaðs sýndarveruleika – mun nær örugglega verða aðgengilegt til að setja inn í líkama okkar og heila.“

Schwab dáist opinskátt að virkum míkróflögum sem hægt er að setja undir húðina sem margir telja vera samsæriskenningu. Glóbalistarnir fagna komu „tækja til að staðsetja í líkamanum sem geta verið nokkurs konar innbyggðir snjallsímar sem breyta hugsunum í orðsendingar og geta lesið heilabylgjur og önnur merki.“

Svo með öðrum orðum, þá tengist „samruni sálfræðilegra, stafrænna og lífræðilegra auðkenna“ framtíð endurbættra einstaklinga (transhumanism) og framtíðarmyndar þar sem vakað er yfir sérhverri hreyfingu og hugsun einstaklingsins með flögu staðsettri inni í líkamanum.

Þetta er varla lengur nein „samsæriskenning“ þegar farið er að ræða svo opinskátt um málið.

(Greinin er byggð á grein Paul Joseph Watson á Summit News)

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila