Engin þörf á hræðsluáróðri vegna eldgossins – Kunnum vel að umgangast eldgos

Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur og óperusöngvari

Það er enginn þörf á hræðsluáróðri vegna eldgossins á Reykjanesi og sumir fjölmiðlar mættu gjarnan gæta þess að hræða ekki fólk að ástæðulausu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðbjörns Guðbjörnssonar stjórnsýslufræðings og óperusöngvara í fréttum vikunnar í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Guðbjörn segir fréttaflutning RÚV hafa einkennst áberandi mikið af hræðsluáróðri varðandi gosið, það sé hins vegar sé algjörlega ástæðulaust, margt annað sé mun hættulegra en eldgos eins og dæmin sanni.

Guðbjörn ítrekar það að hér á landi séu aðeins fá dæmi á síðustu 200 árum um að fólk hafi farist vegna eldgosa:

hér hafa margir menn farist við að ganga á fjöll og við alls konar tómstundir, svo kemur eitt eldgos og þá upphefst þessi mikli hræðsluáróður, ef einhverjir kunna að umgangast eldgos þá eru það Íslendingar, auðvitað á maður að bera virðingur fyrir eldgosunum en þessi hræðsla er alveg óþörf

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila