Englandsbanki eykur hraðann í seðlaprentun – „prentum eins mikið og nauðsyn krefur“

Bygging Seðlabanka Breta „Bank of England“ er tignarleg en það sama verður ekki sagt um breska pundið þessa dagana, það er í frjálsu falli. Bank of England, seðlabankinn, hefur gripið til þess ráðs að láta prenta peninga í miklu magni og segist halda því áfram eins lengi og þörf krefur (mynd It´s No Game CC 2.0).

Englandsbanki í gír fullkominnar fjármálakreppu

Breska fjárhagskerfið er á barmi hruns, í kreppu sem gæti dregið önnur lönd með sér niður í hyldýpið. Og nýjasta ráðstöfun Englandsbanka gæti gert ástandið enn þá verra að sögn The Financial Times. Verið er að prenta mikið magn af peningum.

Vegna heimsfaraldursins og gagnkvæmra orkuþvingana gegn Rússlandi er breska hagkerfið að hruni komið. Samkvæmt viðskiptablaði SvD kemur 75 % allrar orku í Bretlandi enn frá olíu og jarðgasi, þrátt fyrir mikið loftslagsofstæki í landinu. Umfram allt var gífurlega mikið af peningum prentað í Covid-„faraldrinum,“ sem hafði 0,1 prósent dánartíðni hjá fólki undir 70 ára ár 2020.

Financial Times skrifar að „á miðvikudaginn fór Englandsbanki í gír fullkominnar fjármálakreppu.“ Seðlabankinn hefur að sögn blaðsins ræst seðlapressurnar og verða þær í fullum gangi „í þeim mæli sem til þarf.“

Truss gerir nákvæmlega það sem hún gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir

Fyrstu áformin eru að prenta 65 milljarða punda fyrir nýja magnbundna íhlutun til þess að örva hagkerfið. En að prenta mikið af nýjum peningum er ekki áhættulaust. Það var það sem var gert í „faraldrinum“ og olli verðbólgunni. Verða of miklir peningar prentaðir, þá leiðir það að lokum til óðaverðbólgu.

Að prenta nýja peninga var líka nákvæmlega það sem Liz Truss gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir, áður en hún varð sjálf forsætisráðherra. Hún sagði í júlí skv. Financial Times:

„Hluti af verðbólgunni er til komin vegna aukins peningamagns.“

En í þessum mánuði endurræsir hún seðlapressurnar sjálf.

Meginfjölmiðlar fljóta sofandi að feigðarósi með seðlabönkum Vesturlanda

Áætlun Englandsbanka er að kaupa upp mikið af langtíma ríkisskuldabréfum til að skapa stöðugleika í hagkerfinu. Þessi „gífurlegu stuðningskaup“ eiga að „koma í veg fyrir hrun“ segir í frétt TT. En hættan er sú að þetta muni gera verðbólguna enn þá verri. Í bakgrunni eru einnig stórar skattaívilnanir Liz Truss fyrir efnaða, sem ýta enn frekar undir verðbólguna, þar sem það eykur eftirspurn. Auk þess verða skattaívilnanir fjármagnaðar með lánum.

Í kjölfarið er breska pundið í frjálsu falli og hruni gagnvart dollarnum. Englandsbanki mun gera allt til að verja pundið að sögn. Það er að segja að hækka aftur vextina. En það hefur tiltölulega lítil áhrif á verðbólguna.

Allt leiðir þetta hugann að hruninu 1992, þegar George Soros felldi Englandsbanka. TT skrifaði í gær:

„Fjárfestar gætu flúið breskar eignir í óðagoti og við það gæti breski fjármálamarkaðurinn hrunið.“

Hættan á hruni er mikil en stórir ​​fjölmiðlar hafa hingað til verið furðu rólegir yfir þróuninni, þótt fjármálakreppan gæti auðveldlega breiðst út til annarra landa.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila