Enn vonskuveður á Austurlandi

Enn er mikið vonskuveður á Austurlandi og samkvæmt vef Veðurstofunnar eru hviður allt að 30 metrar á sekúndu þegar verst lætur. Vegna óveðursins hefur vestanverðum Neskaupsstað verið lokað fyrir umferð þar sem hætta er á að þakplötur takist á loft með tilheyrandi hættu.

Hafnarsvæðið er sömuleiðis lokað fyrir allri umferð af sömu ástæðu, líkt og Norðfjarðarvegur og Naustahvammur.

Talsvert var tilkynnt um fok á lausamunum í gærdag enda veðrið með allra versta móti.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila