Er klám, orðbundið kynbundið ofbeldi?

Það er vel þekkt aðferð innan stjórnsýslunnar að setja fram ásakanir á hendur einhverjum í þeim tilgangi að bola mönnum úr starfi. Það er hins vegar ný aðferð að vísað sé til orðbundins kynbundis áreitis eins og gert var í máli séra Gunnars Sigurjónssonar sóknarprests í Digraneskirkju. Þetta var meðal þess sem fram kom í spjalli Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra og Péturs Gunnlaugssonar símatímanum í dag þar sem þau fjölluðu um þetta mál.

Arnþrúður sagði að til þess að bola mönnum úr starfi séu ásakanir notaðar, oftar en ekki sé um valdníðslu að ræða, gegn viðkomandi.

„það er jafnvel samantekin ráð manna um að koma einhverjum úr embætti, flytja til menn til þess að koma sínum mönnum að, að ég tali nú ekki um þegar þarf aðeins að stuða einhverja til þess að koma þeim í burtu þá er þessi leið nefnilega farin“ segir Arnþrúður.

Nú sé farin hins vegar sú leið að vísa í orðbundið áreiti sem þýðir að orð manna eru notuð í því samhengi að þeir ofbjóði, særi og meiði konur með því hvernig þeir tala í návist þeirra. Í þessu máli eigi slíkt að hafa átt sér stað í kaffistofu Digraneskirkju þar sem fólk er að koma í ákveðna friðhelgi að því það heldur og heyrir svo umræðu á kaffistofunni sem það tekur til sín eitthvað sem þessi tiltekni prestur segir og því haldið til haga og notað gegn honum núna.   

Ummælin túlki svo hver með sínu höfði eins og gerðist í þessu tilviki og segir Arnþrúður að taka megi dæmi úr fréttamennskunni því það að fólk túlki það sem það verður áskynja á mismunandi hátt og því sé mikilvægt að fréttir séu einfaldar og skýrar, enginn tveir skilji hlutina eins. Sá sem kannski situr og heyrir einhverja umræðu getur tekið það til sín þó það hafi alls ekki verið meint á þann hátt sem viðkomandi túlkar, þetta virðist hafa gerst í þessu tilviki í kirkjunni.

„Þannig sé að þegar rætt sé dags daglega um kynferðislegt áreiti og ofbeldi sé verið að miða við líkamlega nálgun en í þessu tilviki er það orðbundið  en ekki snerting og því verður fréttatúlkunin á þessu máli mjög misvísandi um raunveruleikann. það væri hægt að skrifa marga kílómetra af kærum ef þetta á að teljast gild kæra um ofbeldi af öllum þeim ummælum sem almennt hafa fallið í kringum konur og einnig frá konum gagnvart körlum“

„Ég veit um mál sem er núna í uppsiglingu sem stendur til að kæra en þar er um að ræða mann sem er kjaftfor og hefur verið að stæra sig af því að vera „rúmgóður“ maður og fimur á sínu sviði. Nú stendur hann frammi fyrir því að fá á sig kæru fyrir orðbundið áreiti og hann er 86 ára og er að dreyma eitthvað aftur í tímann og enginn veit hvort hann er að byggja þetta á einhverjum grobbsögum eins og þær eru nú algengar.“

Eyðileggur eðlilega jafnréttisbaráttu kvenna

Arnþrúður segir þessi mál vera kominn út í algera geggjun og það sem henni finnist verst sé að hin raunverulega jafnréttisbarátta kvenna og kvennabaráttan í heild, hljóti skaða af þessu ofstæki sem nú sé að taka á sig birtingarmynd sem í raun sé ekki til þess að styðja konur, heldu þvert á móti og skapar sundrungu. .  Það eru fjölmargar konur í þjóðfélaginu sem hafi komist til metorða á eigin forsendum og lagt mikið á sig til þess en nú sé tilhneigingin sú að fá forréttindi og hata karlmenn. 

Þessi framganga er til þess fallin að eyðileggja þá heilbrigðu kvennabaráttu sem ástunduð hefur verið í áratugi eins og til dæmis þegar kvennalistakonur börðust fyrir réttindum og lögðu mikið til málanna til góðs fyrir konur. 

„Ég heyrði í stefnuræðu forsætisráðherra í gær sem er að tala fyrir hatursorðræðunefndinni sinni að hún bíður eftir niðurstöðu sem kemur um áramót og væntanlega verður þar inni að þetta sé hatursorðræða gegn konum eða eitthvað álíka, en ég segi að þetta er að skemma fyrir konum og það er hryllingur að við skulum hafa stjórnmálamenn þetta valdamikla í áhrifastöðum sem eru að vaða í einhverjum svima og villu á kostnað þeirra kvenna sem vilja bara fá að vera venjulegar konur sem hafa komist áfram á grundvelli verðleika sinna og vilja ekki forréttindi. Allt tal um orðbundið ofbeldi miðar að takmörkun á tjáningar-og skoðanafrelsi og við þurfum að standa vörð um þetta stjórnarskrárverndaða ákvæði “ segir Arnþrúður.

Hlusta má á spjallið í spilaranum hér að neðan

Deila