Erdogan segir Frakklandsforseta þurfa fara í sálfræðirannsókn – Frakkar kalla sendiherrann heim frá Tyrklandi

Eftir hrottalega aftöku kennarans Samuel Paty sem var afhöfðaður að íslömskum sið var grínmyndum Charile Hebdo m.a. af spámanninum Mohammed birtar í risastærð í París

Ósættanlegar mótsetningar milli ólíkra menningarheima verða sífellt skýrari og sterkari í okkar heimshluta, fremst gegnum hrottafengin hryðjuverk íslamista sem vilja eyðileggja Vesturlönd og byggja íslamskt ríki í staðinn. Viðbrögðin við nýjasta hryðjuverkinu, þegar kennarinn Samuel Patay var afhöfðaður fyrir að kenna tjáningarfrelsi í skólanum hefur vakið sterk viðbrögð út um allan hinn vestræna heim. Í Montpellier og Toulouse voru grínmyndir Charlie Hebdo birtar í risastærð til að mótmæla framvaxandi herstefnu íslamismans.

Carole Delga sósíalískur stjórnmálamaður í Occitanie í syðsta hluta Frakklands stóð að baki mótmælunum gegn heilagastríðsmönnum íslams. „Við eigum ekki að sýna veikleikamerki þegar við stöndum andspænis óvini lýðræðisins, þeim sem nota trúarbrögð sem vopn” sagði Delga í viðtali við L´Independant. „Við verðum að verja grundvöll lýðveldisins, frelsi, jafnrétti og bræðralag….Við verðum að senda börnum okkar þau skilaboð að þau munu ætíð hafa rétt til ólíkra skoðana og að trúarbrögð eru einkamál.”

Samuel Paty fékk heiðursorðu við minningarathöfn – „Íslamistar vilja eiga framtíð okkar”

Við minningarathöfn í Sorbonne háskólanum í París í fyrri viku var Samuel Paty veitt heiðursorða þar sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í ræðu að „Samuel Paty stendur fyrir lýðveldið og var myrtur vegna þess. Við munum ekki hætta að sýna skopmyndir. Han var drepinn vegna þess að íslamistar vilja eiga framtíð okkar. Hana munu þeir aldrei fá.”

Frakklandsforseti segir að íslamistar munu ekki fá möguleikann að eignast framtíð okkar. Hátíðleg minningarathöfn til heiðurs nýjasta fórnarlambi hrottafenginna íslamskra böðla í Evrópu.

Recep Tayyip Erdogan ræðst á Macron og Frakka – krefst sálfræðirannsóknar á forset Frakklands

Í nýrri ræðu sagði forseti Tyrklands Erdogan „sérstaklega þessi Macron – hvaða vandamál sér hann með íslam? Hvaða vandamál hefur hann með múslími? Macron þarf á sálfræðiaðstoð að halda. Ef maður skilur ekki hugtakið trúfrelsi og meðhöndlar milljónir eigin meðborgara sem hafa aðra trú á þennan hátt, hvað annað er hægt að segja um slíkan þjóðhöfðingja?”

Emmanuel Macron Frakklandsforseti svaraði fyrir sig með því að kalla heim sendiherra Frakka frá Ankara. Í tilikynningu frá Frakklandsforseta segir: „Ummæli Erdogans forseta eru óásættanleg. Háð og móðganir eru ekki haldbær vegferð.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila