Eredogan saumar lýðræðið út í horn – allt að 3 ára fangelsi fyrir hvern þann sem „dreifir falsfréttum“

Tyrknesk þingnefnd hefur samþykkt drög að lögum um samfélagsmiðla, sem fela í sér fangelsisdóma fyrir að dreifa svo kölluðum falsfréttum á netinu.

Upp til Erdogan að túlka hvað eru „falsfréttir“ svo hann getur láti handtaka stjórnarandstæðinga sem gagnrýna hann

Í lögum um stafræna ritskoðun, sem liggja fyrir allsherjarþingi Tyrklands, er mælt fyrir um eins til þriggja ára fangelsi fyrir að dreifa opinberlega svokölluðum „röngum upplýsingum á netinu um þjóðaröryggi, allsherjarreglu eða lýðheilsu sem valda kvíða, ótta eða læti meðal íbúa eða trufla almennan frið.“

Í desember stimplaði Erdoğan forseti Tyrklands samfélagsmiðla, sem eina af helstu ógnum lýðræðisins og sagði að ríkisstjórn hans myndi beita refsingum gegn útbreiðslu falsfrétta og rangra upplýsinga á netinu.

Gagnrýnendur forsetans segja, að refsingin sé enn eitt dæmið um áfall fyrir lýðræði, málfrelsi og andmæli gegn eins manns stjórn hans.

Samkvæmt nefnd um vernd blaðamanna „CPJ“ verða lögin notuð sem viðbótartæki til að lögsækja blaðamenn. Í nýju lögunum er heldur ekki skilgreint, hvað teljist villandi upplýsingar eða hver á að skilgreina hvað þær eru.

Persónuupplýsingar

Fulltrúi samfélagsmiðla í Tyrklandi mun þurfa að veita persónulegar upplýsingar um hvern þann, sem býr til eða dreifir efni, sem er talið glæpur. Ef fulltrúinn neitar að veita yfirvöldum umbeðnar upplýsingar mun bandbreidd samskiptamiðilsins fyrir netumferð verða skert um 90%.

Lög um samfélagsmiðla í Tyrklandi voru uppfærð í júlí 2021 þess krafist, að þeir opni skrifstofur í landinu og skipi fulltrúa sem eru tyrkneskir ríkisborgarar. Þeir sem neituðu stóðu frammi fyrir milljónum líra í sektir, bandbreiddartakmörkunum og hugsanlega að starfsemi þeirra yrði bönnum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila