Erla Dóris gefur út bók um sögu mislinga á Íslandi

Erla Doris Halldórsdóttir doktor í sagnfræði

Erla Dóris Halldórsdóttir doktor í sagnfræði hefur sent frá sér bókina Mislingar en í bókinni er rakin saga mislinga á Íslandi sem geta haft alvarleg áhrif á heilsu þess sem fær sjúkdóminn. Erla Dóris var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar í síðdegisútvarpinu í dag þar sem hún rætti efni bókarinnar.

Í bókinni er fjallað um fjölda fólks sem varð mislingum að bráð og sagt frá raunum þeirra fjölskyldna sem misstu börn, foreldra og aðra nána aðstandendur í mislingafaröldrum hér á landi en enn þann dag í dag eru að greinast mislingatilfelli árlega hérlendis.

Frásagnirnar í bókinni eru í senn sorglegar og harmþrungnar en í senn fræðandi og er óhætt að segja að bókin tali inn í þann raunveruleika sem heimsbyggðin býr við í dag.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila