Bændum sýnd mikil vanvirðing með innflutningi á nýsjálenskum lambahryggjum

Bændum hefur verið sýnd mikil vanvirðing með innflutningi á nýsjálenskum lambahryggjum og er þeim sem kröfðust þess að kjötið yrði flutt inn til skammar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðna Ágústssonar fyrrverandi landbúnaðarráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Í þættinum kom meðal annars fram að fram komi í auglýsingu Bónus sem birtist í dag að 40% af verði hryggjanna renni beint í ríkissjóð en Guðni bendir á að neytendur hafi lítinn áhuga á erlendu kjöti

kaupmennirnir voru ekki að biðja um þetta kjöt og neytendur hafa lítið snert við þessu og þetta liggur hér í frystikistum í stórum stíl, íslenska lambakjötið er íslendingum heilög matvara og sauðfjárbúskapur er þannig búskapur að hann verður aldrei stundaður í formi verksmiðjubúskapar, þetta er ein hreinasta náttúruafurðin og er það sem íslendingar vilja öðru fremur„,segir Guðni.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Í viðtalinu kom fram að 40% af verði erlendra lambahryggja renni beint í ríkissjóð
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila