Erlenda valdið þrengir sífellt meira að

Birgir Ármansson forseti Alþingis

Það er minna svigrúm fyrir þau lönd sem eiga aðild að EES samstarfinu að sporna við reglugerðum erlendis frá en áður og á sama tíma fer slíkum reglugerðum fjölgandi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Birgis Ármanssonar forseta Alþingis í þættinum í Leit að sannleikanum í dag en hann var gestur Arnars Þórs Jónssonar lögmanns.


Arnar spurði Birgi um hvort hann hafi orðið var við breytingar á EES samstarfinu í gegnum árin á sínum tveggja áratuga þingferli og svaraði Birgir því til að á því hefðu orðið ákveðnar breytingar 


„breytingarnar eru tvíþættar, annars vegar hefur fjöldi þeirra mála sem stafa frá evrópskri löggjöf farið vaxandi, svo er það þannig að á vettvangi Evrópusambandsins hefur tvennt gerst, það er verið að teygja út gildissviðið, það er að segja að málum sem eru skilgreind sem mál innri markaðarins, sem eru mál sem eiga heima á EES svæðinu öllu fjölgar. Svo er það hin breytingin sem felst í því að svigrúmið sem aðildarlöndin hafa til þess að útfæra reglurnar eftir eigin hentugleikum hefur minnkað“ segir Birgir.


Hann segir að til að einfalda útskýringuna megi skýra breytinguna sem svo:

„við fáum meira af reglugerðum frá Evrópusambandinu í gegnum EES samstarfið sem hafa minni sveigjanleika heldur en tilskipanirnar sem komu hér áður og fólu að jafnaði meira svigrúm einstakra landa að jafnaði til þess að móta inntak reglnanna eftir eigin vilja“

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila