Erlendar fréttir vikunnar: Ábyrgðarhluti að embættismenn taki ákvarðanir um viðskiptabönn í fjarveru ráðherra

Erlendar fréttir vikunnar eru á dagskrá á föstudögum

Rannsaka þyrfti hverjir hafi hagsmuni af því að samþykkja að taka þátt í refsiaðgerðum gagnvart rússum fyrir Íslands hönd. Þetta var meðal þess sem fjallað var um í þættinum Erlendar fréttir vikunnar en þar fóru Arnþrúður Karlsdóttir, Pétur Gunnlaugsson, Guðmundur Franklín Jónsson og Haukur Hauksson yfir það helsta úr erlendum fréttum þessarar viku.

Rússabannið fræga var meðal annars til umfjöllunar eins og fyrr segir en í þættinum var bent á að viðskiptasamningar Íslands og Rússlands hafi verið í gildi í um 70 ár og því mjög alvarlegt að þeir hafi verið eyðilagðir með þátttöku Íslands í refsiaðgerðum gagnvart rússum, tekið sé við skipunum frá Brussel á færibandi.

Þá voru umsvif kínverja á Norðurslóðum til umræðu, hvað þeir ætlist fyrir, en ljóst er að heimsókn Mike Pence tengist auknum umsvifum kínverja. Þá var einnig rætt um stöðuna í breskum stjórnmálum en í vikunni óskaði Boris Johnson eftir áframhaldandi þingfrestun við Elísabetu Englandsdrottningu.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila