Heimsmálin: Meirihluti bandaríkjamanna á móti ákæru gegn Donald Trump

Donald Trump forseti Bandaríkjanna

Meirihluti bandaríkjamanna er á móti því að ákæra Donald Trump forseta Bandaríkjanna til embættismissis. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Guðmundur segir að það atriði sem reyna eigi að ákæra Trump fyrir sé fyrst og fremst pólitísk embættisfærsla en ekki refsivert athæfi

þetta er bara rugl og byggt á sandi, það er fyrst og fremst verið að bregða fyrir hann fæti í pólitískum tilgangi, heimsókn Trump á fund Sameinuðu þjóðanna hefur kveikt þetta bál en þetta mál gegn Trump er fyrirfram búið, þetta er tóm steypa og bandaríkjamenn eru á móti því að ákæran verð að veruleika, 63% eru á móti þessu samkvæmt nýrri könnun og 37 % með ákærunni, allt demókratar og áhangendur þeirra„,segir Guðmundur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila