Erlu Bolladóttur var nauðgað í fangaklefanum – Gat ekki hrópað á hjálp, var algerlega bjargarlaus

Í dag var endurflutt viðtal Arnþrúðar Karlsdóttur frá árinu 2008 við Erlu Bolladóttur sem sat í einangrun um langa hríð í Síðumúlafangelsinu vegna Geirfinnsmálsins.

Erla segir lögregluna hafa fljótt hafa verið komna út í horn með þeim þvingaða vitnisburði sem hún og Sævar gáfu á víxl í Geirfinnsmálniu og því hafi tekið marga mánuði hjá lögreglu að hanna skýrslur í málinu á þann hátt að framburðir Erlu og Sævars og annara í málinu myndu ganga upp, en alltaf virtist eitthvað nýtt koma upp á svo taka þurfti skýrslur upp á nýtt og hagræða atburðum og frásögnum svo allt saman passaði inn í þá sögu sem lögreglan var að reyna að semja.

„svona gekk þetta mánuðum saman og þeir voru í miklum vandræðum með rannsóknina“sagði Erla.

Erla segir samskiptum sínum við lögreglumenn háttað þannig að þeir nálguðust hana sem nokkurs konar trúnaðarvinir og reyndu þannig að fá hana til þess að segja hluti sem mögulega gætu nýst við það að búa til atburðarás málsins, þarna var lögreglan og rannsakendur málsins einfaldlega með einbeittum vilja að hanna atburðarásina.

Lögreglumennirnir nálguðust hana einnig sem persónulegir vinir í þeim tilgangi einum að blekkja hana til játninga í málinu og varpa sök jafnframt á aðra sem höfðu stöðu sakborninga og grunaðra í málinu. Einn lögreglumannana fór til að mynda með henni á heimili hennar sem þá var innsiglað í þeim tilgangi að sækja persónulega muni og þar hóf lögreglumaðurinn að reyna að fá upp úr henni upplýsingar um málið.

Þá reyndu þeir að ná fram frásögnum frá Erlu og beittu til þess á ófyrirleitan hátt barni hennar og tengslum hennar við barn sitt til þess að ná fram þeim frásögnum sem þeim væru þóknanlegar, í staðinn var Erlu lofað að hún fengi að losna og komast heim til sín og barnsins. Það var svo allt svikið og hún svo einnig fengin til þess að búa til sögur um að Sævar tengdist hvarfinu á Guðmundi Einarssyni, Auk þess sem þeir nýttu sér til hins ítrasta frásögn hennar til þess að halda Erlu áfram inni

Þá sagði Erla frá því í þættinum meðal annars hvernig lögreglumenn buðust til þess að gegna nokkurs konar hlutverki félagsþjónustu fyrir hana, t,d með því að sækja um barnsmeðlag fyrir hennar hönd og sjá um önnur mál sem ekki eru almennt í verkahring lögreglu. Erla segir að hún hafi einn daginn skyndilega verið látin taka inn getnaðarvarnapillur eftir að lögreglumaður nauðgaði henni þegar hún var bjargarlaus í fangaklefanum. Lyfjagjöfin hafi verið skráð í dagbók fangavarðar og því liggi ljóst fyrir að henni hafi verið gefin pillan.

Aðspurð um hvort hún hafi hrópað á hjálp þegar lögreglumaðurinn nauðgaði henni segir Erla:


„ég var ekki í þeirri aðstöðu að geta það, þarna var ég bara mjög varnarlaus og búið að brjóta mig markvisst niður“segir Erla.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila