Erna Solberg braut eigin reglur sem aðrir eiga að hlýða – þarf að greiða háa sekt vegna afmælisveislu

Eitthvað virðast takmarkanir yfirvalda í fjölskylduboðum vera skrýtnar, þegar þeir sem setja lögin geta ekki einu sinni framfylgt þeim sjálfir. Forsætisráðherra Noregs „gleymdi“ að hámarkið var 10 manns en 14 manns voru í veislu hennar.

Hallærislegar afsakanir Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs um að hún „gleymdi“ eigin reglum sem takmörkuðu samkomur við 10 manns, hafa ekki aukið trúverðugleika hennar. Hún og fjölskylda hennar fóru í vetrarfrí til Geilo, sem er vinsæll skíðastaður í Noregi og héldu upp á 60 ára afmæli forsætisráðherrans með góðum málsverðum 2 daga í röð. Það er í sjálfu sér ekkert óvenjulegt eða fréttnæmt undir eðlilegum kringumstæðum. En Solberg var svo „óheppin“ að verða fyrir barðinu á þeim sóttvarnatakmörkunum sem hún hefur sjálf komið á sem forsætisráðherra og ætlast er til að Norðmenn fylgi. Fjölskyldan sem safnaðist saman voru 14 manns eða 4 fleiri en leyfilegt hámark samkvæmt gildandi reglum.

Sekta forsætisráðherrann til að viðhalda trausti almennings á sóttvarnarreglum

Þrátt fyrir afsakanir um „minnisleysi“ ákvað lögreglan að hefja rannsókn og að henni lokinni var forsætisráðherrann sektuð um 20 þúsund norskar krónur mótsvarandi 300 þúsund íslenskum króna. Ole B. Sæverud lögreglustjóri sagði á blaðamannafundi lögreglunnar að lögreglan hefði ákveðið að sekta forsætisráðherrann til þess að „viðhalda trausti almennings“ á takmörkunarreglunum.

„Jafnvel þótt allir séu jafnir fyrir lögum, þá eru ekki allir jafnir. Sólberg er kjörin í hæstu trúnaðarstöðu og við höfum mörgum sinnum framfylgt ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að minnka farsóttina.“

Þrátt fyrir að veitingahúsið braut einnig reglurnar, þá ákvað lögreglan að sekta ekki fyrirtækið.

„Ef við hefðum mætt á staðinn, þegar atburðurinn gerðist, þá hefðum við útskýrt, hvaða reglur eru í gildi og beðið fólk um að hætt veislunni.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila