Erum of föst í sömu ríkisaðferðinni við lestrarkennslu – Ábyrgðin liggur hjá menntavísindasviði Háskóla Íslands

Valgerður Snæland Jónsdóttir kennari og fyrrverandi skólastjóri og Sturla Kristjánsson kennari, sálfræðingur og fyrrverandi fræðslustjóri

Hér á landi og reyndar nokkuð víða eru menn of fastir í einu og sömu ríkisaðferðinni þegar kemur að lestrarkennslu og lestrarvanda barna og sér í lagi drengja má rekja til rangra kensluaðferða. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Valgerðar Snæland Jónsdóttur kennara og fyrrverandi skólastjóra og Sturlu Kristjánssonar kennara og sálfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en þau voru gestir Arnþrúðar Karlsdóttur.

Í þættinum kom meðal annars fram að lestur er ekki líkamlegt verkefni því læri börn ekki á því að lesa upphátt, þetta sé fyrst og fremst verkefni heilans til þess að vinna úr og dæmi um að börn sem ekki hafa einu sinni lært að tala hafi lesskilning.

Í þættinum tók Sturla dæmi af barni sem sé sýndur bolli og orðið bolli er skrifað niður á blað fyrir framan það, þannig lærir barnið að tengja orðið við þennan tltekna hlut og næst þegar því sé sýnt orðið getur það gripið bolla og sýnt þannig að það skilji orðið.

Í máli Valgerðar og Sturlu kom einnig fram að ekki sé hægt að kenna kennurum um lélegan lestrarárangur, heldur séu það verkfærin sem kennarinn hefur sem sé aðferðarfræðin sé röng. Þau benda á að það sé menntavísindasvið Háskóla Íslands sem beri ábyrgð á þeirri aðferðarfræði sem kennd er í kennaraháskólanum, kennari sem sé ráðinn þar sem þessi ríkisaðferð ríkis er í rauninni að ráða sig á ryðkláf með ónýt veiðarfær.

Þá benda þau á að ekki sé lögð nægileg áhersla á einstaklinginn og segja hvern og einn þurfa að fá kennslu sem hæfir hans þroskastigi, ekki sé rétt að setja öllum í sama árgangi sömu verkefni, heldur þurfi að taka meira tillit til þroska nemandans.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila