ESB – ríkin hafa engan sjálfsákvörðunarrétt – Guy Verhofstadt vill útiloka möguleika á úrsögn ríkja úr ESB eftir Brexit

Guy Verhofstadt

Hafi einhver verið í vafa um hvað er í húfi með því að ganga í ESB, þarf enginn að efast lengur eftir „Brexit-ræðu” ESB-þingmannsins Guy Verhofstadt sem jafnframt er Brexit-samningamaður ESB. Eftir Brexit vill hann breyta ESB svo engin geti formlega gengið úr sambandinu í framtíðinni.

„Evrópulöndin hafa glatað sjálfsákvörðunarréttinum fyrir löngu síðan” sagði Verhofstadt í ræðu sinni.

Guy Verhofstadt er helsti talsmaður alríkis ESB og sem slíkur helsti andstæðingur Nigel Farage á ESB-þinginu. Verhofstadt segir þjóðríkinu stríð á hendur og segir að íbúar í aðildarríkjum ESB ættu að skilja að sjálfsákvörðunarréttur þjóða þeirra sé glataður.

„Hinn raunsanni veruleiki sem við verðum að horfast í augu við í dag er sá, að löndin í Evrópu hafa fyrir löngu síðan glatað sjálfsákvörðunarréttinum og að Evrópa (ESB) er að endurheimta sjálfsákvörðunarréttinn fyrir sig.

Brexit eru mistök fyrir sambandið. Það er hægt að læra af því og breyta sambandinu; að gera það að raunverulegu sambandi, sambandi án möguleika til að vera með eða ekki með, án afslátta, án undantekninga. Þá fyrst getum við varið hagsmuni okkar og verndað gildi okkar”

Verhofstadt var forsætisráðherra Belgíu 1999-2008. Heyra má ræðu hans hér að neðan

Heyra má Brexit-ræðu Nigel Farage á ESB-þinginu hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila