ESB ákveður nýjar reglur um fjölgun innflytjenda til sambandsins

Nú á að stórauka innflutning „lágmenntaðs vinnuafls“ til ESB til að minnka áskoranir vegna fjölgandi eldri borgurum og skorti á hæfileikaríku vinnuafli. (Mynd úr safni).

Samkvæmt nýrri ákvörðun ESB-þingsins verður tillaga um aukinn fjölda innflytjenda til sambandsins að vera tilbúin fyrir lok janúar 2022. Ástæðan er sögð „áskorunin vegna eldri íbúa“ og skort á kunnáttu og er þá lagt til að tekin verði upp sérstök innflutningsáætlun um að flytja inn fólk með litla sem enga menntun.

Sænski ESB-þingmaðurinn Abir Al-Sahlani frá sænska Miðflokknum hefur leitt starfshóp ESB-þingsins í málinu. Hópurinn vill fá „metnaðarfulla innflytjendaáætlun“ um verkafólk frá þriðja landi (í reynd þriðja heiminum) með litla eða meðalmenntun og starfsáætlun til að „samþykkja“ þekkingu og hæfileika viðkomandi.

ESB-þingmennirnir vilja, að það verði gert auðveldara fyrir einyrkja að koma löglega til ESB ríkja. Í því skyni vilja þingmennirnir að gerð verði umfangsmikil áætlun um innflutning og aðbúnað þeirra, sem vilja stofna fyrirtæki sem og listamenn og starfsmenn menningarmála. Vill ESB-þingið að framkvæmdarstjórn ESB útbúi vegabréf til fimm ára fyrir fjölda innflytjenda sem heimili þessum hópi þriðja lands að koma til ESB í allt að 90 daga árlega.

497 greiddu atkvæði með tillögunni, 160 voru á móti og 38 lögðu niður atkvæði sín.

Tillagan fjallar einnig um að komið verði upp „hæfileikasjóði“ innan Evrópusambandsins sem atvinnuumsækjendur og vinnuveitendur geta nýtt sér til að „minnka skortinn á vinnuafli í aðildarríkjunum.“

Samkvæmt Eurostat voru 72,4% vinnufærra á aldrinum 20-64 ára í vinnu og einungis 55% fólks með litla menntun í sama aldurshópi höfðu vinnu 2020.

Deila