Bændur reiðir vegna „loftslagsdellu“ ESB – mótmæli í Þýskalandi og á Írlandi

Daily Express segir frá reiðum bændum sem lokuðu hraðbrautum bæði í Berlín í Þýskalandi og Dublin á Írlandi fyrir helgina til að mótmæla hertum ESB reglugerðum varðandi landbúnað og umhverfismál. Stöðvaðist umferð á helstu vegum í marga klukkuíma vegna mótmælanna. Þúsundir bænda tóku þátt í mótmælunum í Þýzkalandi og lokuðu götum í Bavaria, Baden Wurttemberg, Bremen og Berlín með mörg hundruð traktórum. Borgarstjóri Berlínar Michael Muller, sagði mótmælin vera „byrði á Berlín“ en að „bændur hefðu rétt til síns máls“ og að íbúarnir myndu „sýna þolinmæði“ vegna mótmælanna.

Bændur um alla Evrópu óttast um framtíð landbúnaðarins eftir að ESB ákvað nýja græna reglugerð upp á 1.000 milljarða evrur. Úrsúla von Der Leyen forseti ESB skipar ríkjum sambandsins að setja hina nýju grænu „loftslagsfjármálaáætlun ESB“ inn í ríkisfjármálaáætlanir aðildarríkjanna. Undanfarna mánuði hafa bændur einnig mótmælt á svipaðan hátt í Belgíu, Frakklandi og Hollandi eins og útvarp Saga hefur áður greint frá. Samtök bænda í Þýzkalandi, Land schafft Verbindung (LSV) hafa skipulagt mótmælin gegn reglugerðafargani ESB.

Á skiltum bænda mátti lesa „Gleymið ekki að bændur fæða ykkur“, „Án bænda hvorki fæði né framtíð“ og „Við erum búnir að fá nóg!“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila