ESB boðar 40% samdrátt timburiðnaðarins í Svíþjóð og Finnlandi

Virginijuis Sinkevicius umhverfiskommissjóner boðar harkalegan niðurskurð timburiðnaðarins í Svíþjóð og Finnlandi, sem hann segir vera „framfarir í loftslagsmálum.

Ný skógarstefna ESB var kynnt í vikunni af umhverfiskommissjónernum Virginijuis Sinkevicius. Stefnan, sem sögð er byggjast á loftslagsmálum og stækkun skógar innan ESB, hefur gríðarlegar kostnaðarhækkanir í för með sér fyrir timburiðnaðinn. Miklar áhyggjur eru núna meðal skógarbænda í Svíþjóð og Finnlandi en þar vex mikill hluti skógar í ESB.

Allt að 70% af landsvæði Svíþjóðar er þakið skógi og það minnkar ekki, þvert á móti – fleiri tré eru gróðursett en felld. Þrátt fyrir þá staðreynd hefur verið ákveðið í Brussel að nýting skógar sé vandamál í Svíþjóð.

M.a. vill framkvæmdastjórn ESB, að dregið verði úr vernd allra eldri svokallaðra samfelluskóga frá skógrækt. Í staðinn á að greiða skógsbændum fyrir að hætta alfarið að nýta skóginn. Á það sérstaklega við á svæðum, þar sem loftslagsbreytingar eru sagðar hafa haft neikvæð áhrif á skóga, segir YLE.

Breytingarnar munu verulega draga úr hagnaði skógarbænda. Í yfirlýsingu sænsku skógarstofnunarinnar segir Herman Sundqvist framkvæmdastjóri, að ný skógarstefna ESB gangi þvert á sænsku skógarstefnuna: „Sænsk skógarstefna byggist á frelsi undir ábyrgð og grundvöllurinn eru jöfn markmið framleiðslu og umhverfissjónarmiða. Ný skógarstefna ESB inniheldur nokkur svið sem eru ekki í samræmi við sænska löggjöf eða sænska skógarstefnu.”

Gífurlega miklar afleiðingar

Sundqvist gagnrýnir framkvæmdastjórn ESB fyrir að taka ekkert tillit til mjög mismunandi skilyrða í mismunandi aðildarríkjum. Að auki segir hann, að framkvæmdastjórnin byggi stefnu sína að hluta á rangri tölfræði. Hann varar við því að stefnan eigi á hættu að hafa „afar miklar afleiðingar fyrir sænska skógrækt.“

Framkvæmdastjórn ESB vísar til greinar í tímaritinu Nature sem birt var í fyrra, sem inniheldur rangar tölur um hversu mikill skógur er felldur. Þrjátíu vísindamenn bentu á rangfærslurna í seinni grein í Nature, sem enn virðast ekki hafa náð til búrókratanna í Brussel. Svarte Swartling skógarbóndi í Vesturbotni segir í viðtali við SR: „Þetta eru afskaplega stór inngrip í skógarræktina. Litið til lengri tíma mun timburflæði frá skóginum út í samfélagið og iðnaðinn minnka um 40%.”

Framkvæmdarstjórnin segist með aðgerðunum auka bindingu koltvísýrings í skógum og jarðveg ESB um 15% árið 2030. Þar sem flestir skógar ESB tilheyra löndunum í norðri, þá leggur framkvæmdastjórnin til að „framlag“ Svíþjóðar til bindingu koltvísýrings verði 20%, sem er meira en flestra annarra ríkja.

Svíþjóð og Finnland taki á sig meiri byrðar en önnur lönd

Anna Holmberg, yfirmaður skrifstofu skógariðnaðarins í Brussel, segir sænska skógrækt tilneydda að taka á sig ósanngjarnan harðan skell. „Það má segja, að hér vilji framkvæmdastjórnin að Svíþjóð taki mjög mikla ábyrgð á meðan önnur lönd, til dæmis Holland, standi fyrir mun minni hlut.”

Carl Schlyter, fv. ESB-þingmaður Græningja og í dag baráttustjóri Greenpeace í Svíþjóð, veifar burtu áhyggjum skógariðnaðarins og vill í staðinn enn stærri niðurskurð fyrir sænska skógareigendur. Hann segir mótmæli skógarbænda vera „krókódílatár.”

Óljós lagaleg og stjórnskipuleg staða yfirlýsingar framkvæmdastjórnarinnar

DI fullyrðir að stefna framkvæmdastjórnar ESB sýni, að Brussel hafi „engan skilning á skógrækt.“ Jafnframt segir, að „stefnuskjal framkvæmdarstjórnarinnar hefur óljósa lagalega og stjórnskipulega stöðu, því enginn getur breytt stefnunni nema Framkvæmdastjórnin sjálf, stefnan er ekki til umræðu á þinginu eða með ríkisstjórnum aðildarríkjanna og ekki hægt að áfrýja henni til Evrópudómstólsins.“

Athugasemdir

athugasemdir

Deila